Rússar hóta að loka á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 14:25 Rússar munu ekki komast á Facebook á næsta ári ef fyrirtækið flytur ekki persónuupplýsingar notenda yfir á rússneska netþjóna. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Facebook Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra.
Facebook Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira