Lífið

Trénu stungið niður víða um heim

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Sigurjónsson leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Undir trénu.
Sigurður Sigurjónsson leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Undir trénu.

Eftir að Undir trénu var frumsýnd í Norður-Ameríku á Toronto kvikmyndahátíðinni í byrjun september hefur myndin selst vel víða um heim.

Áður hafði kvikmyndin verið seld til Frakklands og Norðurlandanna auk þess sem hið virta dreifingarfyrirtæki Magnolia tryggði sér réttinn í Norður-Ameríku.

Nú hafa Grikkland, Ástralía, Nýja-Sjáland, Holland, Belgía, Lúxemburg, Kína, Eistland og Litháen bæst við. Viðræður standa enn yfir við fjölda landsvæða og ljóst má vera að fleiri sölusamningar munu bætast við á komandi vikum.

„Það er greinilegt að það eru ekki bara íslenskir áhorfendur sem flykkjast í bíó, því myndin vekur mikla athygli utan landsteinanna og algjörlega frábær viðbrögð sem við höfum verið að fá, sérstaklega í Norður-Ameríku. Hún virðist hitta mjög vel þar,” segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri sem er nýkominn frá Austin, Texas þar sem myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest um helgina.

Framundan er ferðalag á tugi kvikmyndahátíða út um allan heim og hefur myndin verið tilnefnd til fjölda virtra verðlauna, t.a.m. í Zürich, Sviss, Hamptons, Bandaríkjunum og Valladolid á Spáni. Þessar hátíðir fara allar fram núna í október.

Undir trénu er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna og hafa um 30 þúsund manns séð hana í íslenskum kvikmyndahúsum síðan hún var frumsýnd í byrjun mánaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.