Fyrstu lokatölurnar að koma í hús Karl Lúðviksson skrifar 12. september 2017 15:34 Það eru komnar lokatölur úr Norðurá Mynd úr safni Nú er veiðitímabilinu í laxveiðinni senn að ljúka og lokatölurnar úr ánum sem opnuðu fyrstar að detta í hús. Það er að vísu veitt alveg fram í október í ánum sem eru yfirleitt kallaðar hafbeitarár en í þeim ám má veiða lengur. Norðurá og Blanda opna fyrstar á hverju ári og þær loka einnig fyrstar svo fyrstu lokatölurnar eru úr þeim. Það hafa ekki borist lokatölur úr Blöndu en í Norðurá er heildarveiðin á þessu tímabili 1719 laxar sem er tæplega 400 löxum hærri lokatala en í fyrra og verður ekki annað sagt en að endaspretturinn í ánni hafi verið góður en um 300 laxar veiddust síðustu tæpu tvær vikurnar. Meðalveiðin í Norðurá er 1570 laxar frá árinu 1974. Mesta veiðin í henni var árið 2013 en þá veiddust 3351 lax og hún hefur oft verið í hærri kantinum samanber árin 2015 með 2886 laxa, 2008 með 3307 laxa og 2005 með 3138 laxa. Minnsta veiðin í Norðurá var árið 1984 en þá veiddust aðeins 856 laxar í ánni en hún hefur aðeins fjórum sinnum farið undir 1000 laxa heildarveiði. Mest lesið 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Góð veiði í Svarfaðardalsá Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði
Nú er veiðitímabilinu í laxveiðinni senn að ljúka og lokatölurnar úr ánum sem opnuðu fyrstar að detta í hús. Það er að vísu veitt alveg fram í október í ánum sem eru yfirleitt kallaðar hafbeitarár en í þeim ám má veiða lengur. Norðurá og Blanda opna fyrstar á hverju ári og þær loka einnig fyrstar svo fyrstu lokatölurnar eru úr þeim. Það hafa ekki borist lokatölur úr Blöndu en í Norðurá er heildarveiðin á þessu tímabili 1719 laxar sem er tæplega 400 löxum hærri lokatala en í fyrra og verður ekki annað sagt en að endaspretturinn í ánni hafi verið góður en um 300 laxar veiddust síðustu tæpu tvær vikurnar. Meðalveiðin í Norðurá er 1570 laxar frá árinu 1974. Mesta veiðin í henni var árið 2013 en þá veiddust 3351 lax og hún hefur oft verið í hærri kantinum samanber árin 2015 með 2886 laxa, 2008 með 3307 laxa og 2005 með 3138 laxa. Minnsta veiðin í Norðurá var árið 1984 en þá veiddust aðeins 856 laxar í ánni en hún hefur aðeins fjórum sinnum farið undir 1000 laxa heildarveiði.
Mest lesið 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Góð veiði í Svarfaðardalsá Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði