20 laxar úr sama veiðistaðnum á einum morgni Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2017 13:00 Mynd: www..ranga.is Eystri Rangá hefur verið að taka all verulega við sér eftir heldur rólega byrjun en staðan í henni núna virðist vera ansi góð. Það berast í það minnsta líflegar fréttir frá bökkum hennar og veiðitölurnar í henni ásamt systuránni eru að rjúka upp á hverjum degi. Vinsælir veiðistaðir í ánni eru að gefa fína veiði og það hafa verið feykna göngur í hana sem sést oft vel á veiðinni á neðstu veiðistöðunum og þá sérstaklega á Bátsvaðinu. Þetta er sá veiðistaður sem kemur sterkur inn þegar göngurnar mæta og laxinn tekur sitt fyrsta alvöru stopp í Eystri. Þetta er all langur veiðistaður með háum grasbakka og skemmtilgum hraða á vatninu. Þarna þarf ekki að nota sökkenda við góð skilyrði því á nokkrum góðum blettum liggur laxinn á þannig dýpi að flotlína dugar oft vel. Í gærmorgun komu 20 laxar á land úr þessum eina hyl og það bara á morgunvaktinni. Við erum ekki búin að fá tölu af kvöldvaktinni en veislan hélt að mestu leiti áfram eftir hádegi svo það verður gaman að fá fréttir af bökkum Eystri þegar líður á daginn svo ég tali ekki um að sjá hvernig vikutölurnar verða annað kvöld þegar listinn frá Landssambandi Veiðifélaga verður uppfærður á síðunni þeirra. Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði
Eystri Rangá hefur verið að taka all verulega við sér eftir heldur rólega byrjun en staðan í henni núna virðist vera ansi góð. Það berast í það minnsta líflegar fréttir frá bökkum hennar og veiðitölurnar í henni ásamt systuránni eru að rjúka upp á hverjum degi. Vinsælir veiðistaðir í ánni eru að gefa fína veiði og það hafa verið feykna göngur í hana sem sést oft vel á veiðinni á neðstu veiðistöðunum og þá sérstaklega á Bátsvaðinu. Þetta er sá veiðistaður sem kemur sterkur inn þegar göngurnar mæta og laxinn tekur sitt fyrsta alvöru stopp í Eystri. Þetta er all langur veiðistaður með háum grasbakka og skemmtilgum hraða á vatninu. Þarna þarf ekki að nota sökkenda við góð skilyrði því á nokkrum góðum blettum liggur laxinn á þannig dýpi að flotlína dugar oft vel. Í gærmorgun komu 20 laxar á land úr þessum eina hyl og það bara á morgunvaktinni. Við erum ekki búin að fá tölu af kvöldvaktinni en veislan hélt að mestu leiti áfram eftir hádegi svo það verður gaman að fá fréttir af bökkum Eystri þegar líður á daginn svo ég tali ekki um að sjá hvernig vikutölurnar verða annað kvöld þegar listinn frá Landssambandi Veiðifélaga verður uppfærður á síðunni þeirra.
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði