Innlent

Jákvæðni Íslendinga í garð ferðamanna minnkað um 15,9 prósent

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum.
Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum. Vísir/Anton Brink

64,1 prósent Íslendinga eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt nýrri könnun MMR. Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur þannig minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum.

MMR hefur undanfarin ár mælt viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna. Töluvert hefur dregið úr jákvæðni í garð erlendra gesta á undanförnum árum. Þannig mældust 67,7% jákvæðir gagnvart ferðamönnum árið 2016 og 80 prósent árið 2015.

Almennt virtist meirihluti Íslendinga jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þó mátti sjá mun á viðhorfi eftir samfélagshópum.

Meðal annars voru karlar (70,5%) líklegri en konur (57,5%) til að vera jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum. Þannig sögðust 70,5% karla vera jákvæðir í garð erlendra ferðamanna samanborið við 57,5% kvenna. Fólk sem búsett var á höfuðborgarsvæðinu var einnig jákvæðara en fólk sem búsett var á landsbyggðinni gagnvart erlendum ferðamönnum, en 67,5% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu sögðust vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, samanborið við 58,0% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.

Framsóknarfólk neikvæðast

Auk þess kom í ljós að því hærri sem heimilistekjur svarenda voru því jákvæðari voru þeir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þannig voru 52,7% svarenda sem höfðu heimilistekjur undir 400 þúsund jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 78,2% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur.

Þá mátti einnig sjá mun á viðhorfi til erlendra ferðamanna eftir stuðningi við mismunandi stjórnmálaflokka. Þar kom í ljós að stuðningsfólk Samfylkingarinnar var sá hópur sem var hvað jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 89,1%. Á móti var stuðningsfólk Framsóknarflokksins sá hópur sem var minnst jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 47,6%. Jafnframt var stuðningsfólk Framsóknarflokksins líklegasti hópurinn til að vera neikvæður í garð erlendra ferðamanna á Íslandi, eða 22,7%.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.