Erlent

Varð fyrir eldingu í miðju brúðkaupi dóttur sinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Nadeau varð fyrir eldingunni í þann mund sem hann sagði tengdason sinn vera heppinn fýr.
Nadeau varð fyrir eldingunni í þann mund sem hann sagði tengdason sinn vera heppinn fýr. Vísir/GEtty
Fáir eru líklegir til að hafa upplifað jafn mikla spennu í brúðkaupi og JP Nadeau upplifði í brúðkaupi dóttur sinnar í Kanada. Hann var í miðri ræðu þegar eldingu laust niður í hann. Sem betur fer slapp hann með einungis smávægileg meiðsl eða nánar tiltekið brunasár á öðrum þumlinum.

Nadeau varð fyrir eldingunni í þann mund sem hann sagði tengdason sinn vera heppinn fýr.

„Þau héldu að ég myndi detta niður dauður,“ sagði Nadeau í samtali við CBC í Kanada.

„Ég hélt á hljóðnemanum og sjokkið fór í hljóðkerfið og höndin á mér lýstist upp og ég sá gneistana. Ég horfði á höndina á mér upplýsta. Þetta var eins og ég héldi á eldingu. Þetta var ótrúlegt.“

Hann segir veislugestina hafa verið mjög óttaslegna, en fljótt varð ljóst að hann var óskaddaður og veislan gat haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×