Ennþá hörkuveiði á ION svæðinu á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2017 11:00 NIls með vænan urriða sem hann fékk um helgina í Þingvallavatni. Urriðaveiðin Í Þingvallavatni er stunduð mest frá vori og inní júní en það skýrist að mestu að því að fiskurinn fer á fáa staði og virðist liggja þar mestan part tímabilsins þangað til hann gengur upp í árnar sem í vatnið renna til að hrygna. Eitt af þeim svæðum sem við höfum greint reglulega frá í vor og sumar er svæði sem er yfirleitt kallað ION svæðið en það er Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárós. Veiðin hefur verið afskaplega góð þar á þessu tímabili þó það komi rólegri dagar inn á milli. Einn af þeim sem þekkir þetta svæði vel og virðist veiða manna best sama hvernig viðrar er Nils Folmer en hann var á svæðinu um helgina og landaði 30 urriðum og eiginlega alla í þeirri yfirstærð sem flestir vonast til að fá. Það er mikill fiskur í ósnum og þegar vatnið er lyngt má vel sjá hvað torfan sem þarna liggur getur verið stór. Af bleikjuveiðinni í vatninu eru ansi misjafnar fréttir en heilt yfir virðast veiðimenn sem hafa staðið vaktina við vatnið vera fá ansi fáa fiska en það er þó einn og einn sem virðist gera fína veiði. Við höfum til að mynda heyrt frá einum veiðimanni sem þekkir vatnið ágætlega sem var með 24 bleikjur í gær og margar af þeim 3-4 pund. Lykilatriðið er að vera mættur snemma eða um hálf sjö og takan er yfirleitt best fram til klukkan ellefu. Mest lesið 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði
Urriðaveiðin Í Þingvallavatni er stunduð mest frá vori og inní júní en það skýrist að mestu að því að fiskurinn fer á fáa staði og virðist liggja þar mestan part tímabilsins þangað til hann gengur upp í árnar sem í vatnið renna til að hrygna. Eitt af þeim svæðum sem við höfum greint reglulega frá í vor og sumar er svæði sem er yfirleitt kallað ION svæðið en það er Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárós. Veiðin hefur verið afskaplega góð þar á þessu tímabili þó það komi rólegri dagar inn á milli. Einn af þeim sem þekkir þetta svæði vel og virðist veiða manna best sama hvernig viðrar er Nils Folmer en hann var á svæðinu um helgina og landaði 30 urriðum og eiginlega alla í þeirri yfirstærð sem flestir vonast til að fá. Það er mikill fiskur í ósnum og þegar vatnið er lyngt má vel sjá hvað torfan sem þarna liggur getur verið stór. Af bleikjuveiðinni í vatninu eru ansi misjafnar fréttir en heilt yfir virðast veiðimenn sem hafa staðið vaktina við vatnið vera fá ansi fáa fiska en það er þó einn og einn sem virðist gera fína veiði. Við höfum til að mynda heyrt frá einum veiðimanni sem þekkir vatnið ágætlega sem var með 24 bleikjur í gær og margar af þeim 3-4 pund. Lykilatriðið er að vera mættur snemma eða um hálf sjö og takan er yfirleitt best fram til klukkan ellefu.
Mest lesið 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði