Hverjum stórfiskinum landað eftir öðrum á Ionsvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2017 15:48 Þessi glæsilegi fiskur veiddist í morgun á ION svæðinu Mynd: Ion fishing FB 10 kg fiskur sem veiddist í morgun á ION svæðinuMynd: Ion Fishing FB Veiðin í Þingvallavatni síðustu daga hefur verið með ágætum þrátt fyrir hvassviðri og rigningu og urriðinn sem er að veiðast er stór. Í þjóðgarðinum er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra og þeir sem stunda urriðaveiðina þar á þessum tíma eru heilt yfir sammála að ekki bara virðist mun meira af fiski vera á göngu við landið heldur er hann stærri en undanfarin ár. Það heyrir víst til undantekninga að fá urriða undir 5 kg og baráttan við þessa fiska er oft ansi hörð. Það eru nokkur svæði sem veiðist meira á en öðrum og þeirra fremst er líklega svæðið sem er kennt við ION en þar hefur veiðin verið fantagóð síðustu daga og urriðar sem eru um 10 kr og 90-100 sm næstum því daglegt brauð. Hóparnir sem hafa verið við veiðar eftir páska hafa margir gert fantaveiði og er svo komið að talað er um ION svæðið á samfélagsmiðlum víða um heim, sem og í veiðiblöðum sem hafa sótt staðinn, sem eitt allra besta svæði í heiminum þar sem von er á stórum urriða. Það er víst ansi erfitt að komast að á þessu ári og þeir sem ætla sér að veiða þarna sumarið 2018 eru þegar farnir að hugsa sér til hreyfings enda margir og líklega flestir af þeim sem eru komnir með taugar til þessa svæðis koma þangað aftur og aftur, jafnt innlendir sem erlendir veiðimenn. Mest lesið Svona færðu laxinn til að taka Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði
10 kg fiskur sem veiddist í morgun á ION svæðinuMynd: Ion Fishing FB Veiðin í Þingvallavatni síðustu daga hefur verið með ágætum þrátt fyrir hvassviðri og rigningu og urriðinn sem er að veiðast er stór. Í þjóðgarðinum er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra og þeir sem stunda urriðaveiðina þar á þessum tíma eru heilt yfir sammála að ekki bara virðist mun meira af fiski vera á göngu við landið heldur er hann stærri en undanfarin ár. Það heyrir víst til undantekninga að fá urriða undir 5 kg og baráttan við þessa fiska er oft ansi hörð. Það eru nokkur svæði sem veiðist meira á en öðrum og þeirra fremst er líklega svæðið sem er kennt við ION en þar hefur veiðin verið fantagóð síðustu daga og urriðar sem eru um 10 kr og 90-100 sm næstum því daglegt brauð. Hóparnir sem hafa verið við veiðar eftir páska hafa margir gert fantaveiði og er svo komið að talað er um ION svæðið á samfélagsmiðlum víða um heim, sem og í veiðiblöðum sem hafa sótt staðinn, sem eitt allra besta svæði í heiminum þar sem von er á stórum urriða. Það er víst ansi erfitt að komast að á þessu ári og þeir sem ætla sér að veiða þarna sumarið 2018 eru þegar farnir að hugsa sér til hreyfings enda margir og líklega flestir af þeim sem eru komnir með taugar til þessa svæðis koma þangað aftur og aftur, jafnt innlendir sem erlendir veiðimenn.
Mest lesið Svona færðu laxinn til að taka Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði