Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi en útlit er fyrir að Tyrkir samþykki umdeildar stjórnarbreytingar. Verði það niðurstaðan er ljóst að lýðræðið verður afnumið í landinu í núverandi mynd. Í kvöldfréttum verður rætt við þær Semu Erlu Sedar, stjórnmála- og Evrópufræðing, og Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum og varaforseta Feneyjanefndarinnar en nefndin hafði gagnrýnt breytingarnar harkalega.

Í kvöldfréttum verður síðan fjallað um óhuggulegt mál sem kom upp í Vallahverfi í Hafnarfirði á dögunum þegar karlmaður reyndi að lokka 9 ára gamlan dreng upp í bíl til sín. Lögreglan rannsakar nú nokkur sambærileg mál sem komið hafa upp undanfarið.

Við ræðum síðan við sýrlenska bræður sem vinna ötullega að gerð orðabókar til að auðvelda innflytjendum og Íslendingum að eiga samskipti. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×