Innlent

Hlaut 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á umtalsverðu magni af barnaklámi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi.
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 18 mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir vörslu á barnaklámi. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á fíkniefnum. Brotin voru framin í janúar 2013 en ákært var í málinu í desember síðastliðnum.

Í dómnum kemur fram að gerðar hafi verið upptækar 48.212 ljósmyndir og 484 myndbönd, er sýndu börn á kynferðislegan hátt, auk töluverðs magns af tækjabúnaði sem ákærði hafði í fórum sínum.

Refsing ákærða var hæfilega talin 18 mánaða fangelsisvist, sem var þó frestað að fullu og gerð skilorðsbundin. Ákærði játaði brotin skýlaust. Þá var honum einnig gert að greiða allan sakarkostnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.