Lífið

Ný dómnefnd í Söngvakeppninni: Meirihlutinn erlendir fagmenn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Måns Zelmerlöw, Julia Zemiro, Bruno Berberes, Þórður Helgi Þórðarson, Andrea Gylfadóttir, Milica Fajgelj og Snorri Helgason.
Måns Zelmerlöw, Julia Zemiro, Bruno Berberes, Þórður Helgi Þórðarson, Andrea Gylfadóttir, Milica Fajgelj og Snorri Helgason.

Nýtt dómnefndarfyrirkomulag verður í Söngvakeppni á laugardaginn og verður alþjóðleg dómnefnd.

Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Þá keppa sjö lög um að verða framlag Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Úkraínu í maí.

Í ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sj fagmönnum sem koma hvaðanæva úr heiminum.  Fjórir erlendir dómarar og þrír íslenskir. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert í Söngvakeppninni. Í dómnefndinni eru bæði Eurovision-sérfræðingar og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni.

Í alþjóðlegu dómnefndinni eru eftirtaldir:

Svíþjóð: Måns Zelmerlöw – söngvari og sjónvarpsmaður.  Sigurvegari Eurovision söngvakeppninnar 2015.

Ástralía: Julia Zemiro – Eurovisionkynnir, sjónvarps- leik og söngkona.

Frakkland: Bruno Berberes – Sjónvarpsframleiðandi.  Hefur verið í dómnefnd í forkeppnum fyrir Eurovision í Frakklandi og Svíþjóð.  Einn framleiðanda The Voice í Frakklandi.

Serbía: Milica Fajgelj, umboðsmaður tónlistarmanna. Verið í sendinefnd nokkurra í landa í Eurovision keppnum í gegnum árin.

Ísland:
Snorri Helgason, tónlistarmaður
Andrea Gylfadóttir, söngkona:
Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.