Maðkurinn aftur leyfður í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. október 2017 08:40 Maðkveiði verður leyfð í Leirvogsá næsta sumar með skilyrðum. Mynd: Lax-Á Á liðnu tímabili var gerð sú breyting á veiðireglum í Leirvogsá að eingöngu fluga var leyfð sem agn en það verða breytingar á þessum reglum fyrir næsta veiðisumar. Það voru margir sem fögnuðu þessum breytingum enda þótti mörgum nóg um þá veiði og þann fjölda laxa sem var tekinn úr ánni á hverju tímabili, þá sérstaklega í byrjun þess, á maðk og það gerði það að verkum að þeir sem veiða eingöngu á flugu sóttu lítið í ánna. Með því að fara aftur með maðkinn í ánna er verið að mæta þeim hóp sem vill nota maðk með flugu sem er ágætis framtak enda verður þessi veiði með skilyrðum háð. Í frétt frá leigutakanum Lax-Á er tekið fram að á næsta sumri verður maðkur leyfður frá ósi að og með Birgishyl og frá og með Skeggjastaðagrjótum og að og með Tröllafossi til og með 20.08. Eingöngu fluga er leyfð allt sumarið á miðsvæði frá og með Helguhyl að og með Efri Skrauta. Eingöngu fluga í allri ánni frá og með 21.08. Kvóti er sex laxar á stöng á dag, eftir að kvóta er náð má veiða og sleppa á flugu. Þessi breyting á líklega eftir að mælast vel fyrir hjá Þeim sem sóttu mikið í ánna þegar maðkur var leyfður og með þessum skilyrðum á stöðum sem má veiða með maðki samhliða kvóta upp á 6 laxa geta fluguveiðimenn og maðkveiðimenn veitt ánna í bróðerni. Mest lesið Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Flott bleikjuveiði í Köldukvísl í gær Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði
Á liðnu tímabili var gerð sú breyting á veiðireglum í Leirvogsá að eingöngu fluga var leyfð sem agn en það verða breytingar á þessum reglum fyrir næsta veiðisumar. Það voru margir sem fögnuðu þessum breytingum enda þótti mörgum nóg um þá veiði og þann fjölda laxa sem var tekinn úr ánni á hverju tímabili, þá sérstaklega í byrjun þess, á maðk og það gerði það að verkum að þeir sem veiða eingöngu á flugu sóttu lítið í ánna. Með því að fara aftur með maðkinn í ánna er verið að mæta þeim hóp sem vill nota maðk með flugu sem er ágætis framtak enda verður þessi veiði með skilyrðum háð. Í frétt frá leigutakanum Lax-Á er tekið fram að á næsta sumri verður maðkur leyfður frá ósi að og með Birgishyl og frá og með Skeggjastaðagrjótum og að og með Tröllafossi til og með 20.08. Eingöngu fluga er leyfð allt sumarið á miðsvæði frá og með Helguhyl að og með Efri Skrauta. Eingöngu fluga í allri ánni frá og með 21.08. Kvóti er sex laxar á stöng á dag, eftir að kvóta er náð má veiða og sleppa á flugu. Þessi breyting á líklega eftir að mælast vel fyrir hjá Þeim sem sóttu mikið í ánna þegar maðkur var leyfður og með þessum skilyrðum á stöðum sem má veiða með maðki samhliða kvóta upp á 6 laxa geta fluguveiðimenn og maðkveiðimenn veitt ánna í bróðerni.
Mest lesið Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Flott bleikjuveiði í Köldukvísl í gær Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði