Nýtt Sportveiðiblað komið út Karl Lúðvíksson skrifar 12. október 2017 11:36 Veiðimenn eru sem kunnugt óðir í lesefni um stangveiði og það er þess vegna alltaf gaman þegar nýtt eintak af veiðiblaði kemur inn um lúguna. Nýjasta tölublað Sportveiðiblaðsins var að koma út og sem fyrr er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni um allt sem viðkemur stangveiði. Drottningarviðtal blaðsins er vel við hæfi en Trausti Hafliðason ræðir þar við Gylfa Þór Sigurðsson knattspyrnumann sem er fyrir löngu orðinn öllum mönnum þekktur en hann hefur mikin áhuga á stangveiði og var einn af þeim sem opnaði Norðurá í sumar. Eins má finna skemmtilegt viðtal við aflaklónna Rögnvald Guðmundsson en hann hefur á sínum veiðiferli landað 30 löxum sem eru yfir 20 pund. Seychelleseyjar fá einnig gott pláss en sífellt fleiri Íslendingar leita á erlendar slóðir til að takast á við nýjar áskoranir í fluguveiði. Í blaðinu er minningargrein um Orra Vigfússon en líklega hafa fáir unnendur laxsins staðið vaktina jafn vel um verndun hans eins og hann gerði á sinni lífstíð og verður hans minnst fyrir þetta stórátak sem hann vann um ókomna tíð. Ásamt þessu er að finna greinar um öryggismál við veiðar, kafla um Veiðivötn, umfjöllun úr Grímsá, uppskriftir af flugum ásamt fleiri skemmtilegum greinum og pistlum. Mest lesið Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Íslenska fluguveiðisýningin hefst í dag Veiði 260 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði Merkingarátak í Ytri Rangá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði
Veiðimenn eru sem kunnugt óðir í lesefni um stangveiði og það er þess vegna alltaf gaman þegar nýtt eintak af veiðiblaði kemur inn um lúguna. Nýjasta tölublað Sportveiðiblaðsins var að koma út og sem fyrr er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni um allt sem viðkemur stangveiði. Drottningarviðtal blaðsins er vel við hæfi en Trausti Hafliðason ræðir þar við Gylfa Þór Sigurðsson knattspyrnumann sem er fyrir löngu orðinn öllum mönnum þekktur en hann hefur mikin áhuga á stangveiði og var einn af þeim sem opnaði Norðurá í sumar. Eins má finna skemmtilegt viðtal við aflaklónna Rögnvald Guðmundsson en hann hefur á sínum veiðiferli landað 30 löxum sem eru yfir 20 pund. Seychelleseyjar fá einnig gott pláss en sífellt fleiri Íslendingar leita á erlendar slóðir til að takast á við nýjar áskoranir í fluguveiði. Í blaðinu er minningargrein um Orra Vigfússon en líklega hafa fáir unnendur laxsins staðið vaktina jafn vel um verndun hans eins og hann gerði á sinni lífstíð og verður hans minnst fyrir þetta stórátak sem hann vann um ókomna tíð. Ásamt þessu er að finna greinar um öryggismál við veiðar, kafla um Veiðivötn, umfjöllun úr Grímsá, uppskriftir af flugum ásamt fleiri skemmtilegum greinum og pistlum.
Mest lesið Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Íslenska fluguveiðisýningin hefst í dag Veiði 260 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði Merkingarátak í Ytri Rangá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði