Veiðihúsið við Bíldsfell tekið í gegn Karl Lúðvíksson skrifar 12. apríl 2017 09:31 Veiðihúsið við Bíldsfell hefur fengið hressilega yfirhalningu. Mynd: SVFR Veiðihúsið við Bíldsfell var bæði notalegt og á svo margan hátt kósí en engu að síður var komin tími á að taka húsið í gegn. Viðbyggingum við húsið hefur verið afskaplega vel tekið enda rúmgóð herbergi með góðum baðherbergjum. Gamla húsið var í samanburði svolítið lúið þótt notalegt væri og það var því ákveðið af Bíldfellsbændum að taka húsið í gegn. Það verður að segjast að breytingarnar hafa tekist afskaplega vel og er húsið eins og nýtt. Eins og sést á myndunum hefur allt verið endurnýjað, bað, hebergi og stofa svo það væsir ekki um neinn sem í þessu húsi dvelur enda hefur allt rými stækkað til muna eftir að herbergjum var fækkað í aðalkofanum með tilkomu svefnkofanna. Það gat oft verið nokkuð þröngt á þingi fyrir þessar þrjár stangir sem veiða á svæðinu þegar fullmannað var á þær en þá voru sex manns í húsi og stundum fleiri ef gesti bar að garði. Við óskum Sogsbændum og unnendum Bíldsfells til hamingju með húsið og minnum veiðimenn á að nú er hægt að skoða lausa daga inná vefsölu SVFR. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Veiðihúsið við Bíldsfell var bæði notalegt og á svo margan hátt kósí en engu að síður var komin tími á að taka húsið í gegn. Viðbyggingum við húsið hefur verið afskaplega vel tekið enda rúmgóð herbergi með góðum baðherbergjum. Gamla húsið var í samanburði svolítið lúið þótt notalegt væri og það var því ákveðið af Bíldfellsbændum að taka húsið í gegn. Það verður að segjast að breytingarnar hafa tekist afskaplega vel og er húsið eins og nýtt. Eins og sést á myndunum hefur allt verið endurnýjað, bað, hebergi og stofa svo það væsir ekki um neinn sem í þessu húsi dvelur enda hefur allt rými stækkað til muna eftir að herbergjum var fækkað í aðalkofanum með tilkomu svefnkofanna. Það gat oft verið nokkuð þröngt á þingi fyrir þessar þrjár stangir sem veiða á svæðinu þegar fullmannað var á þær en þá voru sex manns í húsi og stundum fleiri ef gesti bar að garði. Við óskum Sogsbændum og unnendum Bíldsfells til hamingju með húsið og minnum veiðimenn á að nú er hægt að skoða lausa daga inná vefsölu SVFR.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði