Mikil fjölgun rjúpna á nokkrum svæðum samkvæmt talningu Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2017 11:00 Það skýtur kannski skökku við að skjóta inn frétt um rjúpur svona þegar stangveiðitímabilið er að sigla inn í sína bestu tíð en þetta eru góðar fréttir af stofninum. Það er mikill fjöldi skotveiðimanna sem gengur á hverju ári til rjúpna og vangaveltur um stærð stofnsins á hverju ári ásamt veiðiálagi er umræða sem er alltaf í gangi. Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2017 er lokið samkvæmt fréttatilkynningu frá stofnuninni. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Vestfjörðum, Suðausturlandi og Austurlandi sem kemur ekki á óvart en nokkuð regluleg niðursveifla hefur verið dýpri á þessum svæðum en öðrum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru stofnbreytingar rjúpu 2016–2017 nokkuð mismunandi eftir landshlutum en eins og áður segir var fækkun á Vestfjörðum og Suðausturlandi, kyrrstaða á Austurlandi en aukning annars staðar. Miðað við ástand rjúpnastofnsins frá síðustu aldamótum þá er stærð hans í meðallagi eða aðeins yfir meðallagi í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum, þar er hann enn í djúpri lægð. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar. Jafnframt munu þá liggja fyrir útreikningar á afföllum rjúpna 2016–2017 og mat á veiði haustið 2016 segir en fremur á heimasíðunni. Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði
Það skýtur kannski skökku við að skjóta inn frétt um rjúpur svona þegar stangveiðitímabilið er að sigla inn í sína bestu tíð en þetta eru góðar fréttir af stofninum. Það er mikill fjöldi skotveiðimanna sem gengur á hverju ári til rjúpna og vangaveltur um stærð stofnsins á hverju ári ásamt veiðiálagi er umræða sem er alltaf í gangi. Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2017 er lokið samkvæmt fréttatilkynningu frá stofnuninni. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Vestfjörðum, Suðausturlandi og Austurlandi sem kemur ekki á óvart en nokkuð regluleg niðursveifla hefur verið dýpri á þessum svæðum en öðrum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru stofnbreytingar rjúpu 2016–2017 nokkuð mismunandi eftir landshlutum en eins og áður segir var fækkun á Vestfjörðum og Suðausturlandi, kyrrstaða á Austurlandi en aukning annars staðar. Miðað við ástand rjúpnastofnsins frá síðustu aldamótum þá er stærð hans í meðallagi eða aðeins yfir meðallagi í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum, þar er hann enn í djúpri lægð. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar. Jafnframt munu þá liggja fyrir útreikningar á afföllum rjúpna 2016–2017 og mat á veiði haustið 2016 segir en fremur á heimasíðunni. Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði