105 sm urriði á land á ION svæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 20. apríl 2017 10:00 105 sm urriðinn sem veiddist í gær á ION svæðinu. Mynd: ION fishing FB Veiði hefst í þjóðgarðinum á Þingvöllum í dag en veiði var áður hafin við Villingavatnaárós og á svæðinu sem er kennt við ION hótelið. Ion svæðið er Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárós en seinni staðurinn er oft feykilega gjöfull í vorveiðinni og þrátt fyrir veður geta þeir sem hafa kastað flugu þarna frá opnun líkega vel við unað. Það komu 12 fiskar á land á fyrsta degi sem verður bara að teljast mjög gott miðað við það veður sem hefur barið á mönnum en það hefur líka nokkuð sloppið af. Í gæt var svo Ian Gordon við veiðar ásamt vinum og setti hann í og landaði 105 sm urriða sem er sá stærsti í sumar, eða það sem liðið er frá opnun, og þeir sem þekkja best til urriðans á Þingvöllum segja að lengri fisk verður erfitt að fá. Eins og sést á myndinni er þetta flottur fiskur og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn sækjast í að ná við vatnið. Þess er skemmst að minnast þegar veiðimenn fjölmenntu við ósinn fyrir nokkrum árum og þá var mest af fiskinum drepin og í þannig magni að stofninn átti líklega stutt í að hverfa að mestu. Nú er svo til uppselt á ION svæðið og erlendir veiðimenn sækja þangað mest og stór hluti þeirra kemur á hverju ári. Mikið hefur verið fjallað um þær aðgerðir sem farið var í til að vernda stofninn í erlendum veiðitímaritum og er almennt talað um að þetta hafi verið til fyrirmyndar og þeim sem stóðu að þessu til sóma. Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði
Veiði hefst í þjóðgarðinum á Þingvöllum í dag en veiði var áður hafin við Villingavatnaárós og á svæðinu sem er kennt við ION hótelið. Ion svæðið er Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárós en seinni staðurinn er oft feykilega gjöfull í vorveiðinni og þrátt fyrir veður geta þeir sem hafa kastað flugu þarna frá opnun líkega vel við unað. Það komu 12 fiskar á land á fyrsta degi sem verður bara að teljast mjög gott miðað við það veður sem hefur barið á mönnum en það hefur líka nokkuð sloppið af. Í gæt var svo Ian Gordon við veiðar ásamt vinum og setti hann í og landaði 105 sm urriða sem er sá stærsti í sumar, eða það sem liðið er frá opnun, og þeir sem þekkja best til urriðans á Þingvöllum segja að lengri fisk verður erfitt að fá. Eins og sést á myndinni er þetta flottur fiskur og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn sækjast í að ná við vatnið. Þess er skemmst að minnast þegar veiðimenn fjölmenntu við ósinn fyrir nokkrum árum og þá var mest af fiskinum drepin og í þannig magni að stofninn átti líklega stutt í að hverfa að mestu. Nú er svo til uppselt á ION svæðið og erlendir veiðimenn sækja þangað mest og stór hluti þeirra kemur á hverju ári. Mikið hefur verið fjallað um þær aðgerðir sem farið var í til að vernda stofninn í erlendum veiðitímaritum og er almennt talað um að þetta hafi verið til fyrirmyndar og þeim sem stóðu að þessu til sóma.
Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði