Vetrarblað Veiðimannsins komið út Karl Lúðvíksson skrifar 21. desember 2017 11:00 Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til félagsmanna sem geta látið sig dreyma um komandi veiðisumar yfir hátíðirnar á meðan þeir drekka í sig veiðisögur og fróðleik. Efnið er fjölbreytt að vanda en í blaðinu er m.a. veiðistaðalýsing á Straumfjarðará sem SVFR tryggði sér á haustdögum og mikill fengur er að. Veiðimaðurinn rýnir í veiðidagbækur Jóns G. Baldvinssonar, fyrrverandi formanns félagsins en hann skráði niður fyrstu þúsund laxana sem hann veiddi! Urriðaveiðin fyrir norðan er krufin, Veiðimaðurinn kynnir sér söguna af Frigga, bregður sér á söguslóð á bökkum Elliðaánna og ræðir við sprækan vatnaveiðimann sem kann best við sig upp á heiðum að kanna ókunn lönd. Síðast en ekki síst er verðlaunamynd Veiðimannsins frá liðnu sumri birt í blaðinu en höfundur hennar fær 50 þúsund krónur upp í veiðileyfi næsta sumars hjá SVFR. Veiðimanninum fylgir glæsilegt veggspjald með flóðatöflu sem sýnir flóð og fjöru næsta sumars á myndrænan hátt og hvenær er stórstreymt. Sannkölluð stofuprýði á heimili hvers veiðimanns. Teikninguna á forsíðunni á Ingólfur Örn Björgvinsson SVFR-félagi og stórveiðimaður. Vetrarblað Veiðimannsins er nr. 205 en það hefur komið út frá árinu 1940 og frætt og kætt fjölmargar kynslóðir veiðimanna í áratugi. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði
Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til félagsmanna sem geta látið sig dreyma um komandi veiðisumar yfir hátíðirnar á meðan þeir drekka í sig veiðisögur og fróðleik. Efnið er fjölbreytt að vanda en í blaðinu er m.a. veiðistaðalýsing á Straumfjarðará sem SVFR tryggði sér á haustdögum og mikill fengur er að. Veiðimaðurinn rýnir í veiðidagbækur Jóns G. Baldvinssonar, fyrrverandi formanns félagsins en hann skráði niður fyrstu þúsund laxana sem hann veiddi! Urriðaveiðin fyrir norðan er krufin, Veiðimaðurinn kynnir sér söguna af Frigga, bregður sér á söguslóð á bökkum Elliðaánna og ræðir við sprækan vatnaveiðimann sem kann best við sig upp á heiðum að kanna ókunn lönd. Síðast en ekki síst er verðlaunamynd Veiðimannsins frá liðnu sumri birt í blaðinu en höfundur hennar fær 50 þúsund krónur upp í veiðileyfi næsta sumars hjá SVFR. Veiðimanninum fylgir glæsilegt veggspjald með flóðatöflu sem sýnir flóð og fjöru næsta sumars á myndrænan hátt og hvenær er stórstreymt. Sannkölluð stofuprýði á heimili hvers veiðimanns. Teikninguna á forsíðunni á Ingólfur Örn Björgvinsson SVFR-félagi og stórveiðimaður. Vetrarblað Veiðimannsins er nr. 205 en það hefur komið út frá árinu 1940 og frætt og kætt fjölmargar kynslóðir veiðimanna í áratugi.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði