Lygileg veiðisaga úr Langá Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2017 10:00 Eins og sést er seiðið með fluguna í kjaftinum Veiðisögur geta oft verið ansi hraustlega skreyttar af sögumanni og það er þess vegna oft sagt í flymtingum að lax sem sleppur stækkar um helming frá bakka að veiðihúsi. Veiðisagan sem við ætlum að segja ykkur hér er svo ótrúleg að ef það hefðu ekki verið þrír aðilar við bakkann þegar þetta átti sér stað hefði aldrei verið sagt frá henni. Frásögnin er af veiðikonunni Dinah Stots sem var við veiðar í Langá á Mýrum með þremur vinum. Hún ásamt veiðifélaga sínum átti svæði tvo og þar á meðal veiðistað sem jafnan gefur vel þegar lax er á göngu en það er Torfan (nr 17). Þau höfðu veitt vel um morguninn þrátt fyrir22 stiga hita, sól og logn svo það voru ekkert miklar væntingar fyrir eftirmiðdeginum. Hún byrjar að kasta yfir veiðistaðinn og undir er Arndilly Fancy númer 18#. Eins og veiðimenn þekkja er eitt af því hvimleiða við að veiða með smáum flugum að stundum kippa seiðin í flugurnar og það var líka að gerast í Torfunni. Dinah var búin að hrista af nokkur seiði þegar hún fær loksins góða töku. Laxinn rýkur af stað og upphefst baráttann sem líkur með því að 6 punda nýrunnum laxi er landað. Þegar það á að fara kippa flugunni úr blasti við sporður af seiði uppí laxinum. Það er rólega togað í og þá kemur hausinn á seiðinu í ljós og hér er það sem allir viðstaddir verða furðulostnir. Seiðið var með fluguna í kjaftinum. Laxinn hafði sem sagt étið seiðið og frúin góða veitt lax á seiði sem tók flugu. Það var ákveðið að hrófla ekki við neinu heldur klippa á tauminn og plasta laxinn. Í kæliklefanum í veiðihúsinu var hóað í leiðsögumennina og nokkra veiðimenn til að sjá þegar seiðið var dregið úr kokinu á laxinum og það er óhætt að segja að það hafi verið undrunarsvipur á andlitum þeirra þegar þetta blasti við eins og myndin ber með sér. Flestar veiðisögur virðast oftast fjalla um einhverja risalaxa sem sleppa. Skugginn þeirra var 4 pund, það lækkaði í ánni þegar hann stökk og fleiri frasar fljúga. Hér þarf bara engu að bæta við því þetta er ótrúlegata takan í sumar þangað til einhver sendir okkur aðra. Mest lesið Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði
Veiðisögur geta oft verið ansi hraustlega skreyttar af sögumanni og það er þess vegna oft sagt í flymtingum að lax sem sleppur stækkar um helming frá bakka að veiðihúsi. Veiðisagan sem við ætlum að segja ykkur hér er svo ótrúleg að ef það hefðu ekki verið þrír aðilar við bakkann þegar þetta átti sér stað hefði aldrei verið sagt frá henni. Frásögnin er af veiðikonunni Dinah Stots sem var við veiðar í Langá á Mýrum með þremur vinum. Hún ásamt veiðifélaga sínum átti svæði tvo og þar á meðal veiðistað sem jafnan gefur vel þegar lax er á göngu en það er Torfan (nr 17). Þau höfðu veitt vel um morguninn þrátt fyrir22 stiga hita, sól og logn svo það voru ekkert miklar væntingar fyrir eftirmiðdeginum. Hún byrjar að kasta yfir veiðistaðinn og undir er Arndilly Fancy númer 18#. Eins og veiðimenn þekkja er eitt af því hvimleiða við að veiða með smáum flugum að stundum kippa seiðin í flugurnar og það var líka að gerast í Torfunni. Dinah var búin að hrista af nokkur seiði þegar hún fær loksins góða töku. Laxinn rýkur af stað og upphefst baráttann sem líkur með því að 6 punda nýrunnum laxi er landað. Þegar það á að fara kippa flugunni úr blasti við sporður af seiði uppí laxinum. Það er rólega togað í og þá kemur hausinn á seiðinu í ljós og hér er það sem allir viðstaddir verða furðulostnir. Seiðið var með fluguna í kjaftinum. Laxinn hafði sem sagt étið seiðið og frúin góða veitt lax á seiði sem tók flugu. Það var ákveðið að hrófla ekki við neinu heldur klippa á tauminn og plasta laxinn. Í kæliklefanum í veiðihúsinu var hóað í leiðsögumennina og nokkra veiðimenn til að sjá þegar seiðið var dregið úr kokinu á laxinum og það er óhætt að segja að það hafi verið undrunarsvipur á andlitum þeirra þegar þetta blasti við eins og myndin ber með sér. Flestar veiðisögur virðast oftast fjalla um einhverja risalaxa sem sleppa. Skugginn þeirra var 4 pund, það lækkaði í ánni þegar hann stökk og fleiri frasar fljúga. Hér þarf bara engu að bæta við því þetta er ótrúlegata takan í sumar þangað til einhver sendir okkur aðra.
Mest lesið Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði