Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2017 11:00 Andri með fyrsta laxinn úr Vatnsdalsá í sumar. Nú berast fréttir úr þeim ám sem þegar hafa opnað fyrir veiðimönnum og það er óhætt að segja að þetta sumar fer afskaplega vel af stað og lofar mjög góðu um framhaldið. Þrátt fyrir að laxveiði sé ekki hafin á laxasvæðinu í Vatnsdalsá er veiði hafin á silungasvæðinu og þar kom fyrsti laxinn upp í gær. Veiðimaðurinn var Andri Freyr Björnsson og veiddi hann þessa fallegu hrygnu sem sést með honum á myndinni. Hrygnan var 86 sm og grálúsug en hún tók hvítan Nobbler á veiðistaðnum Brandanes vestra á silungasvæðinu. Viðureignin var bardagi af bestu gerð og var hrygnunni landað faglega, mynduð og sleppt enda hefur hann Andri sem er með efnilegri veiðimönnum landsins fengið gott veiðiuppeldi af manni sem kann sitt fag. Það verður spennandi að fylgjast með þeim opnunum sem eftir eru en hingað til hafa árnar opnað með glæsibrag og þess vegna ekki annað hægt en að vera vongóður um framhaldið. Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði
Nú berast fréttir úr þeim ám sem þegar hafa opnað fyrir veiðimönnum og það er óhætt að segja að þetta sumar fer afskaplega vel af stað og lofar mjög góðu um framhaldið. Þrátt fyrir að laxveiði sé ekki hafin á laxasvæðinu í Vatnsdalsá er veiði hafin á silungasvæðinu og þar kom fyrsti laxinn upp í gær. Veiðimaðurinn var Andri Freyr Björnsson og veiddi hann þessa fallegu hrygnu sem sést með honum á myndinni. Hrygnan var 86 sm og grálúsug en hún tók hvítan Nobbler á veiðistaðnum Brandanes vestra á silungasvæðinu. Viðureignin var bardagi af bestu gerð og var hrygnunni landað faglega, mynduð og sleppt enda hefur hann Andri sem er með efnilegri veiðimönnum landsins fengið gott veiðiuppeldi af manni sem kann sitt fag. Það verður spennandi að fylgjast með þeim opnunum sem eftir eru en hingað til hafa árnar opnað með glæsibrag og þess vegna ekki annað hægt en að vera vongóður um framhaldið.
Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði