Nordea-bankinn flytur höfuðstöðvarnar frá Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 15:28 Casper von Koskull, bankastjóri Nordea-bankans. Vísir/AFP Stjórn Nordea-bankans, eins stærsta banka Norðurlanda, ákvað í dag að flytja höfuðstöðvar sínar frá Stokkhólmi og til Finnlands. Virði hlutabréfa bankans hafa hækkað eftir að tilkynnt var um ákvörðunina nú síðdegis. Í tilkynningu frá bankanum segir að starfsemi bankans á öllum Norðurlöndunum verði annars óbreytt og að takmarkaður fjöldi starfa, beintengd höfuðstöðvunum, muni flytjast til Finnlands. Viðskiptavinir munu ekki taka eftir nokkrum breytingum og bankinn muni áfram greiða skatta í öllum markaðslöndum sínum á Norðurlöndum. Umræða um flutning höfuðstöðvanna hófst fyrir um hálfu ári þegar sænska ríkisstjórnin kynnti tillögur um hærri skattgreiðslur banka í landinu. Stjórn bankans hótaði þá að flytja höfuðstöðvarnar og segir í frétt SVT að stjórnvöld hafi í kjölfarið mildað tillögur sínar. Það virðist þó ekki hafa skilað árangri ef marka má ákvörðun stjórnar bankans. Viðskiptavinir bankans telja um 10 milljónir á Norðurlöndum. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórn Nordea-bankans, eins stærsta banka Norðurlanda, ákvað í dag að flytja höfuðstöðvar sínar frá Stokkhólmi og til Finnlands. Virði hlutabréfa bankans hafa hækkað eftir að tilkynnt var um ákvörðunina nú síðdegis. Í tilkynningu frá bankanum segir að starfsemi bankans á öllum Norðurlöndunum verði annars óbreytt og að takmarkaður fjöldi starfa, beintengd höfuðstöðvunum, muni flytjast til Finnlands. Viðskiptavinir munu ekki taka eftir nokkrum breytingum og bankinn muni áfram greiða skatta í öllum markaðslöndum sínum á Norðurlöndum. Umræða um flutning höfuðstöðvanna hófst fyrir um hálfu ári þegar sænska ríkisstjórnin kynnti tillögur um hærri skattgreiðslur banka í landinu. Stjórn bankans hótaði þá að flytja höfuðstöðvarnar og segir í frétt SVT að stjórnvöld hafi í kjölfarið mildað tillögur sínar. Það virðist þó ekki hafa skilað árangri ef marka má ákvörðun stjórnar bankans. Viðskiptavinir bankans telja um 10 milljónir á Norðurlöndum.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira