Stjórn Nordea-bankans, eins stærsta banka Norðurlanda, ákvað í dag að flytja höfuðstöðvar sínar frá Stokkhólmi og til Finnlands. Virði hlutabréfa bankans hafa hækkað eftir að tilkynnt var um ákvörðunina nú síðdegis.
Í tilkynningu frá bankanum segir að starfsemi bankans á öllum Norðurlöndunum verði annars óbreytt og að takmarkaður fjöldi starfa, beintengd höfuðstöðvunum, muni flytjast til Finnlands.
Viðskiptavinir munu ekki taka eftir nokkrum breytingum og bankinn muni áfram greiða skatta í öllum markaðslöndum sínum á Norðurlöndum.
Umræða um flutning höfuðstöðvanna hófst fyrir um hálfu ári þegar sænska ríkisstjórnin kynnti tillögur um hærri skattgreiðslur banka í landinu. Stjórn bankans hótaði þá að flytja höfuðstöðvarnar og segir í frétt SVT að stjórnvöld hafi í kjölfarið mildað tillögur sínar. Það virðist þó ekki hafa skilað árangri ef marka má ákvörðun stjórnar bankans.
Viðskiptavinir bankans telja um 10 milljónir á Norðurlöndum.
Nordea-bankinn flytur höfuðstöðvarnar frá Svíþjóð
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent


Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent


Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent