Sjóbirtingsveiðin búin að vera góð fyrir austan Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2017 10:00 Heiðar Logi með flottan sjóbirting úr Eldvatni. Mynd: Eldvatn FB Sjóbirtingsvertíðin stendur yfir og veiðimenn sem hafa verið á svæðunum fyrir austan segja að þetta sé heilt yfir búið að vera mjðg gott. Eldvatnið hefur til að mynda sjaldan verið betra en þar hefur verið fantagóð veiði hjá mörgum hollum og skemmst er að minnast þess að fyrir rúmri viku var holl með 54 sjóbirtinga á tveimur dögum sem er frábær veiði. Heiðar Logi Sigtryggsson var einn af þeim sem veiddi í því holli og hann er einnig í hollinu sem er við veiðar núna en samkvæmt facebook síðu leigutaka Eldvatns fengu þeir félagar 30 sjóbirtinga í gær og þar af nokkra væna eins og sést á meðfylgjandi mynd. Öllum fiski er sleppt aftur í Eldvatnið. Það er síðan mjög misjafnt hvenær sjóbirtingurinn fer aftur til sjávar en yfirleitt er það að gerast þegar það hefur hlýnað í nokkra daga og það eru hlýindi í kortunum. Á miðvikudaginn er spáð 10-17 stiga hita á landinu og það gæti ýtt fiskinum út og þá fjarar fljótt undan veiðinni en það breytir þó ekki miklu fyrir veiðimenn því það sem gerist í staðinn er að vötnin hlýna og þá fer vatnaveiðin að fara almennilega í gang. Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði
Sjóbirtingsvertíðin stendur yfir og veiðimenn sem hafa verið á svæðunum fyrir austan segja að þetta sé heilt yfir búið að vera mjðg gott. Eldvatnið hefur til að mynda sjaldan verið betra en þar hefur verið fantagóð veiði hjá mörgum hollum og skemmst er að minnast þess að fyrir rúmri viku var holl með 54 sjóbirtinga á tveimur dögum sem er frábær veiði. Heiðar Logi Sigtryggsson var einn af þeim sem veiddi í því holli og hann er einnig í hollinu sem er við veiðar núna en samkvæmt facebook síðu leigutaka Eldvatns fengu þeir félagar 30 sjóbirtinga í gær og þar af nokkra væna eins og sést á meðfylgjandi mynd. Öllum fiski er sleppt aftur í Eldvatnið. Það er síðan mjög misjafnt hvenær sjóbirtingurinn fer aftur til sjávar en yfirleitt er það að gerast þegar það hefur hlýnað í nokkra daga og það eru hlýindi í kortunum. Á miðvikudaginn er spáð 10-17 stiga hita á landinu og það gæti ýtt fiskinum út og þá fjarar fljótt undan veiðinni en það breytir þó ekki miklu fyrir veiðimenn því það sem gerist í staðinn er að vötnin hlýna og þá fer vatnaveiðin að fara almennilega í gang.
Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði