Spá góðu smálaxaári Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2017 13:39 Laxinn fer að mæta í árnar um miðjan maí. Nú opna vötnin hvert af öðru og það verður ekki langt í að laxveiðin hefjist en fyrstu árnar opna að venju 4. júní og það bíða margir spenntir. Þá er auðvitað alltaf þessi vangavelta um hvernig sumarið verði og það er víst erfitt fyrir um það að spá en engu að síður liggja hinar ýmsu kenningar og spádómar á borðinu. Ein af þeim vinsælli er ástand sjávar að vori þegar seiðin fara niður enda skiptir það gífurlega miklu máli uppá að afföll fyrstu dagana eftir að seiðin eru komin í sjó séu sem minnst. Vorið í fyrra var gott og hiti sjávar yfir meðallagi og öll skilyrði því fyrir hendi að taka vel á móti seiðunum. Síðan er það auðvitað stærðin á seiðagöngunum en afkoma seiða í vel flestum þeim ám sem talið var í síðasta sumar var með allra besta móti og í nokkrum ám á vesturlandi var seiðiþéttleikin einn sá mesti sem hefur mælst. Að því gefnu að seiðin hafi verið vel haldin og heilbrigð þá vekur þetta væntingar og vonir hjá veiðimönnum en þeir sem mesta reynslu hafa vilja nefnilega meina að öll teikn séu á lofti um að komandi sumar verði gott smálaxaár en skemmst er frá því að minnast að síðasta góða smálaxaár sem var eitt besta veiðiár fyrr og síðar var sumarið 2015. Það var augljóslega oddatölusumar eins og núna en vonandi verður það ekki lenska hjá laxinum að eiga bara gott annað hvert ár hjá smálaxi og síðan annað hvert ár hjá stórlaxi. Mest lesið Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Stærsta bleikjan úr Varmá í vor Veiði Fyrstu laxarnir mættir! Veiði Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Veiði Opnunin í Skjálfandafljóti lofar góðu Veiði Margir við veiðar en fáir í fiski Veiði
Nú opna vötnin hvert af öðru og það verður ekki langt í að laxveiðin hefjist en fyrstu árnar opna að venju 4. júní og það bíða margir spenntir. Þá er auðvitað alltaf þessi vangavelta um hvernig sumarið verði og það er víst erfitt fyrir um það að spá en engu að síður liggja hinar ýmsu kenningar og spádómar á borðinu. Ein af þeim vinsælli er ástand sjávar að vori þegar seiðin fara niður enda skiptir það gífurlega miklu máli uppá að afföll fyrstu dagana eftir að seiðin eru komin í sjó séu sem minnst. Vorið í fyrra var gott og hiti sjávar yfir meðallagi og öll skilyrði því fyrir hendi að taka vel á móti seiðunum. Síðan er það auðvitað stærðin á seiðagöngunum en afkoma seiða í vel flestum þeim ám sem talið var í síðasta sumar var með allra besta móti og í nokkrum ám á vesturlandi var seiðiþéttleikin einn sá mesti sem hefur mælst. Að því gefnu að seiðin hafi verið vel haldin og heilbrigð þá vekur þetta væntingar og vonir hjá veiðimönnum en þeir sem mesta reynslu hafa vilja nefnilega meina að öll teikn séu á lofti um að komandi sumar verði gott smálaxaár en skemmst er frá því að minnast að síðasta góða smálaxaár sem var eitt besta veiðiár fyrr og síðar var sumarið 2015. Það var augljóslega oddatölusumar eins og núna en vonandi verður það ekki lenska hjá laxinum að eiga bara gott annað hvert ár hjá smálaxi og síðan annað hvert ár hjá stórlaxi.
Mest lesið Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Stærsta bleikjan úr Varmá í vor Veiði Fyrstu laxarnir mættir! Veiði Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Veiði Opnunin í Skjálfandafljóti lofar góðu Veiði Margir við veiðar en fáir í fiski Veiði