800 urriðar á land á ION svæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2016 10:00 Jóhann Hafnfjörð með glæsilegan urriða af ION svæðinu. Það hefur verið frábær veiði á veiðisvæðinu kenndu við ION á Þingvöllum í sumar en um 800 urriðar hafa komið þar á land. Þetta er frábær veiði og því líklega að þakka að mun hlýrra var í vor heldur en í fyrra þannig að færri dagar duttu út vegna veðurs. Urriðinn er að venju stór þarna en algengar stærðir eru 4-8 pund sem er eins og meðalþyngd í laxveiðiánum á vesturlandi. Síðan er mikið af 8-14 punda fiski og alltaf eitthvað af fiski stærri en það þó þeir séu eðlilega færri. Hratt yfirlit í veiðibókinni segir að um 40 fiskar séu um 20 pund en 100 sm reglan eins og veiðimenn miða við í laxi á ekki við hér því það er ekkert óalgengt að urriði sem er 85 sm sé 10 kg því hann er gríðarlega þykkur á alla kanta. Mikið er þegar bókað fyrir næsta sumar og eins og núna í ár má gera ráð fyrir því að færri komist að en vilja svo þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér þó ekki nema einn dag ættu að fara hugsa fyrir því. Það er ennþá að veiðast ágætlega og sem dæmi um það var síðasta þriggja daga holl með um 100 fiska og meðalþyngd um 7 pund. Mest lesið Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði
Það hefur verið frábær veiði á veiðisvæðinu kenndu við ION á Þingvöllum í sumar en um 800 urriðar hafa komið þar á land. Þetta er frábær veiði og því líklega að þakka að mun hlýrra var í vor heldur en í fyrra þannig að færri dagar duttu út vegna veðurs. Urriðinn er að venju stór þarna en algengar stærðir eru 4-8 pund sem er eins og meðalþyngd í laxveiðiánum á vesturlandi. Síðan er mikið af 8-14 punda fiski og alltaf eitthvað af fiski stærri en það þó þeir séu eðlilega færri. Hratt yfirlit í veiðibókinni segir að um 40 fiskar séu um 20 pund en 100 sm reglan eins og veiðimenn miða við í laxi á ekki við hér því það er ekkert óalgengt að urriði sem er 85 sm sé 10 kg því hann er gríðarlega þykkur á alla kanta. Mikið er þegar bókað fyrir næsta sumar og eins og núna í ár má gera ráð fyrir því að færri komist að en vilja svo þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér þó ekki nema einn dag ættu að fara hugsa fyrir því. Það er ennþá að veiðast ágætlega og sem dæmi um það var síðasta þriggja daga holl með um 100 fiska og meðalþyngd um 7 pund.
Mest lesið Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði