Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2016 10:52 Róbert Rúnarsson með fyrsta laxinn úr Eystri Rangá. 80 sm hrygna úr Hofteigsbreiðu Eystri Rangá opnar ekki fyrr en 1. júlí en fram að þeim tíma er veitt til að ná snemmgengnum laxi í klak. Klakveiðin er eingöngu til þess gerð að ná í þessa snemmgengnu laxa til að rækta undan þeim því árangurinn ef því ræktunarstarfi skilar löxum sem koma fyrr í ánna. Leiðsögumenn við Eystri Rangá hafa séð um að veiða þessa laxa og nú ber svo við að fyrsti laxinn er kominn úr ánni og fór hann beint í klakkistu. Það var Róbert Rúnarsson sem náði 80 sm hrygnu á Hofteigsbreiðu og tók hún Sunray Shadow. Róbert setti í annan lax á sama stað en sá fór af eftir stutta stund. Róbert hefur í þá í tvígang náð fyrsta laxinum úr Eystri Rangá. Alls veiddust 2749 laxar í Eystri Rangá í fyrra og miðað við hvernig fyrstu dagarnir í þeim ám sem þegar hafa opnað hafa komið út verður spennandi að sjá hvort það sé ekki það sama sem bíður veiðimanna í Eystri þegar hún opnar. Mest lesið Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði
Eystri Rangá opnar ekki fyrr en 1. júlí en fram að þeim tíma er veitt til að ná snemmgengnum laxi í klak. Klakveiðin er eingöngu til þess gerð að ná í þessa snemmgengnu laxa til að rækta undan þeim því árangurinn ef því ræktunarstarfi skilar löxum sem koma fyrr í ánna. Leiðsögumenn við Eystri Rangá hafa séð um að veiða þessa laxa og nú ber svo við að fyrsti laxinn er kominn úr ánni og fór hann beint í klakkistu. Það var Róbert Rúnarsson sem náði 80 sm hrygnu á Hofteigsbreiðu og tók hún Sunray Shadow. Róbert setti í annan lax á sama stað en sá fór af eftir stutta stund. Róbert hefur í þá í tvígang náð fyrsta laxinum úr Eystri Rangá. Alls veiddust 2749 laxar í Eystri Rangá í fyrra og miðað við hvernig fyrstu dagarnir í þeim ám sem þegar hafa opnað hafa komið út verður spennandi að sjá hvort það sé ekki það sama sem bíður veiðimanna í Eystri þegar hún opnar.
Mest lesið Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði