Stórlaxaveislan heldur áfram í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2016 12:00 Heiðar Logi með 102 sm lax úr Laxá Sumarið sem nú er senn á enda fer líklega í bækurnar sem stórlaxasumarið mikla enda eru áratugir síðan jafn mikið af stórlaxi veiddist á Íslandi. Við höfum aðeins verið að grafa í veiðitölur í þeim ám sem þekktastar eru fyrir stórlaxa og höfum ekki haft árangur sem erfiði í leit að ári þar sem jafn mikið af laxi yfir 100 sm hefur veiðst. Veiðimenn eru sammála um að þessi aukning sem eingöngu því að þakka að meira af laxi er sleppt heldur en nokkru sinni fyrr og hefur það þau áhrif að meira af laxi nær þessum ofurstærðum, um þetta eru allir sammála. Við höfum haft einstaklega gaman af því að flytja fréttir af stórlöxum í sumar og skellum hér í eina frétt til viðbótar af veiðisvæðinu kenndu við Nes í Laxá í Aðaldal en þar er Heiðar Logi Sigtryggsson við veiðar og í gær landaði hann þessum glæsilega hæng sem sést á meðfylgjandi mynd. Fiskurinn er 102 sm langur og 56 sm í ummál. Glæsilegur lax sem fékk að fara aftur í hylinn að lokinni baráttu. Það hafa líklega aldrei jafn margir nýjir meðlimir bæst í 20 punda klúbbinn á Nesi eins og í sumar og svæðið nýtur mikilla vinsælda á hverju ári og er svo komið að erfitt er að fá daga þar á næsta sumri. Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hollið með 71 lax í Hofsá Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði
Sumarið sem nú er senn á enda fer líklega í bækurnar sem stórlaxasumarið mikla enda eru áratugir síðan jafn mikið af stórlaxi veiddist á Íslandi. Við höfum aðeins verið að grafa í veiðitölur í þeim ám sem þekktastar eru fyrir stórlaxa og höfum ekki haft árangur sem erfiði í leit að ári þar sem jafn mikið af laxi yfir 100 sm hefur veiðst. Veiðimenn eru sammála um að þessi aukning sem eingöngu því að þakka að meira af laxi er sleppt heldur en nokkru sinni fyrr og hefur það þau áhrif að meira af laxi nær þessum ofurstærðum, um þetta eru allir sammála. Við höfum haft einstaklega gaman af því að flytja fréttir af stórlöxum í sumar og skellum hér í eina frétt til viðbótar af veiðisvæðinu kenndu við Nes í Laxá í Aðaldal en þar er Heiðar Logi Sigtryggsson við veiðar og í gær landaði hann þessum glæsilega hæng sem sést á meðfylgjandi mynd. Fiskurinn er 102 sm langur og 56 sm í ummál. Glæsilegur lax sem fékk að fara aftur í hylinn að lokinni baráttu. Það hafa líklega aldrei jafn margir nýjir meðlimir bæst í 20 punda klúbbinn á Nesi eins og í sumar og svæðið nýtur mikilla vinsælda á hverju ári og er svo komið að erfitt er að fá daga þar á næsta sumri.
Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hollið með 71 lax í Hofsá Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði