Veiðisumarið yfir meðallagi Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2016 09:05 Mynd: Lax-Á Nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af veiðisumrinu sem verður líklega minnst sem stórlaxasumars. Það hafa líklega sjaldan eða aldrei veiðst jafn margir laxar yfir 100 sm á einu sumri og hvað þá jafn stór lax og 120 sm úr Laxá í Aðaldal sem var stærsti laxinn í sumar. Bráðabirgðaútreikningar á aflatölum sumarsins sýna að veiðin sé yfir meðalveiði og inná milli eru nokkrar veiðiár að eiga eitt af sínum bestu sumrum samanber Miðfjarðará. Smálaxagöngur voru heldur rýrar í sumar en veiðitölum var almennt haldið uppi á góðum stórlaxagöngum. Veiðinni lýkur í laxveiðiánum 20. október en það eru árnar þar sem veiði er haldið uppi með seiðasleppingum. Veitt er til 30. október í nokkrum ánum þar sem kastað er fyrir sjóbirting. Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2016 sýna að alls veiddust um 53.600 laxar. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa um 27% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2015 sem er 42.137 laxar. Veiðin 2016 var um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veiddust á stöng. Í tölum um heildarlaxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði (veitt og sleppt). Laxveiðin sumarið 2016 fór almennt vel af stað var góð veiði af stórlaxi (laxi tvö ár í sjó). Smálaxagöngur sumarsins voru hinsvegar með minna móti og því dró víða úr veiði þegar líða tók á sumarið. Mest lesið Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði
Nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af veiðisumrinu sem verður líklega minnst sem stórlaxasumars. Það hafa líklega sjaldan eða aldrei veiðst jafn margir laxar yfir 100 sm á einu sumri og hvað þá jafn stór lax og 120 sm úr Laxá í Aðaldal sem var stærsti laxinn í sumar. Bráðabirgðaútreikningar á aflatölum sumarsins sýna að veiðin sé yfir meðalveiði og inná milli eru nokkrar veiðiár að eiga eitt af sínum bestu sumrum samanber Miðfjarðará. Smálaxagöngur voru heldur rýrar í sumar en veiðitölum var almennt haldið uppi á góðum stórlaxagöngum. Veiðinni lýkur í laxveiðiánum 20. október en það eru árnar þar sem veiði er haldið uppi með seiðasleppingum. Veitt er til 30. október í nokkrum ánum þar sem kastað er fyrir sjóbirting. Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2016 sýna að alls veiddust um 53.600 laxar. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa um 27% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2015 sem er 42.137 laxar. Veiðin 2016 var um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veiddust á stöng. Í tölum um heildarlaxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði (veitt og sleppt). Laxveiðin sumarið 2016 fór almennt vel af stað var góð veiði af stórlaxi (laxi tvö ár í sjó). Smálaxagöngur sumarsins voru hinsvegar með minna móti og því dró víða úr veiði þegar líða tók á sumarið.
Mest lesið Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mikið vatn en laxinn samt að ganga Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði