Sykurþjóðin Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. október 2016 07:00 Íslendingar eru bæði langfeitasta þjóðin og mestu gosdrykkjaþambarar Norðurlandanna. Við erum svo miklir gossvelgir að við drekkum rúmlega þrisvar sinnum meira af sykruðu gosi á ári hverju en Finnar. Framboð af sykruðu gosi í Finnlandi er 45 lítrar á mann á ári. Hér á Íslandi er það 149 lítrar á mann á ári. Það ættu helst að vera varúðarmerkingar utan á flöskum af sykruðu gosi: „Varúð: Neysla á þessum drykk í óhófi getur leitt til insúlínviðnáms, offitu og annarra lífsstílstengdra sjúkdóma.“ Löggjafinn gæti innleitt slíkar merkingar á morgun án þess að spyrja ESB álits. Ríkisvaldið hefur ekki efni á því að hafa ekki skoðun á sykurneyslu því heilbrigðiskerfið er að miklu leyti ríkisvætt. Dæmin sanna að sykurskattar virka til að draga úr neyslu. Nýjasta dæmið er frá Berkeley í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem neysla á gosdrykkjum féll um 26 prósent eftir innleiðingu vörugjalda á sykur sem nam jafnvirði 40 króna á lítrann. Á sama tíma jókst neysla í öðrum borgum í kring sem ekki höfðu innleitt slíkt vörugjald. Bretar innleiddu fyrr á þessu ári sykurskatt og hann er við lýði í bæði Noregi og Finnlandi. Þeir sem telja það forræðishyggju að skattleggja sykur ættu að spyrja hvers vegna áfengi og tóbak er skattlagt. Í fyllingu tímans verður vitneskja um skaðsemi viðbætts sykurs það útbreidd í samfélaginu að rætt verður um sykur á svipuðum nótum og við tölum um tóbaksreykingar í dag. Þegar skýrsla landlæknis Bandaríkjanna um skaðsemi reykinga kom út árið 1964 og sýndi fram á beint orsakasamband milli reykinga og lungnakrabbameins og ýmissa hjartasjúkdóma urðu vatnaskil í umræðunni um reykingar. Reykingatíðni féll um tugi prósenta í kjölfarið og með tímanum varð það almenn vitneskja að reykingar yllu krabbameini. Núna vitum við að næring er stærsti einstaki áhrifaþáttur heilsu. Við vitum líka að viðbættur sykur er stærsti orsakavaldur áunninnar sykursýki og offitu í heiminum. Hver viðbótarskammtur, lítil dós eða glas, af sykruðum drykk sem börn neyta daglega eykur líkur þeirra á offitu um 60 prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur breytt næringarviðmiðum og lækkað hlutfall sykurs af heildarkaloríufjölda við fæðuinntöku úr 10 prósentum í 5 prósent. Þetta hlutfall mun líklega fara niður í núll prósent á næstu árum. Hvers vegna ekki að gera neytendum það auðveldara að velja hollari valkost með innleiðingu sérstakra sykurskatta á gosdrykki? Síðasti sykurskattur sem vinstristjórnin kom á var 21 króna á lítrann í formi vörugjalds. Þetta var bitlaus skattlagning sem hægristjórnin lét verða eitt af sínum fyrstu verkum að afnema en á sama tíma var virðisaukaskattur á mat og þar með sælgæti hækkaður úr sjö prósentum í ellefu. Í samræmi við þróun erlendis er eðlilegra að hækka sykraðan mat og drykk í efsta þrep virðisaukaskatts eða innleiða sérstakan gosdrykkjaskatt sem bítur almennilega. Til dæmis 50 eða 60 krónur á lítrann. Þá fyrst fá neytendur raunverulegan hvata til að færa sig í sódavatnið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Íslendingar eru bæði langfeitasta þjóðin og mestu gosdrykkjaþambarar Norðurlandanna. Við erum svo miklir gossvelgir að við drekkum rúmlega þrisvar sinnum meira af sykruðu gosi á ári hverju en Finnar. Framboð af sykruðu gosi í Finnlandi er 45 lítrar á mann á ári. Hér á Íslandi er það 149 lítrar á mann á ári. Það ættu helst að vera varúðarmerkingar utan á flöskum af sykruðu gosi: „Varúð: Neysla á þessum drykk í óhófi getur leitt til insúlínviðnáms, offitu og annarra lífsstílstengdra sjúkdóma.“ Löggjafinn gæti innleitt slíkar merkingar á morgun án þess að spyrja ESB álits. Ríkisvaldið hefur ekki efni á því að hafa ekki skoðun á sykurneyslu því heilbrigðiskerfið er að miklu leyti ríkisvætt. Dæmin sanna að sykurskattar virka til að draga úr neyslu. Nýjasta dæmið er frá Berkeley í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem neysla á gosdrykkjum féll um 26 prósent eftir innleiðingu vörugjalda á sykur sem nam jafnvirði 40 króna á lítrann. Á sama tíma jókst neysla í öðrum borgum í kring sem ekki höfðu innleitt slíkt vörugjald. Bretar innleiddu fyrr á þessu ári sykurskatt og hann er við lýði í bæði Noregi og Finnlandi. Þeir sem telja það forræðishyggju að skattleggja sykur ættu að spyrja hvers vegna áfengi og tóbak er skattlagt. Í fyllingu tímans verður vitneskja um skaðsemi viðbætts sykurs það útbreidd í samfélaginu að rætt verður um sykur á svipuðum nótum og við tölum um tóbaksreykingar í dag. Þegar skýrsla landlæknis Bandaríkjanna um skaðsemi reykinga kom út árið 1964 og sýndi fram á beint orsakasamband milli reykinga og lungnakrabbameins og ýmissa hjartasjúkdóma urðu vatnaskil í umræðunni um reykingar. Reykingatíðni féll um tugi prósenta í kjölfarið og með tímanum varð það almenn vitneskja að reykingar yllu krabbameini. Núna vitum við að næring er stærsti einstaki áhrifaþáttur heilsu. Við vitum líka að viðbættur sykur er stærsti orsakavaldur áunninnar sykursýki og offitu í heiminum. Hver viðbótarskammtur, lítil dós eða glas, af sykruðum drykk sem börn neyta daglega eykur líkur þeirra á offitu um 60 prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur breytt næringarviðmiðum og lækkað hlutfall sykurs af heildarkaloríufjölda við fæðuinntöku úr 10 prósentum í 5 prósent. Þetta hlutfall mun líklega fara niður í núll prósent á næstu árum. Hvers vegna ekki að gera neytendum það auðveldara að velja hollari valkost með innleiðingu sérstakra sykurskatta á gosdrykki? Síðasti sykurskattur sem vinstristjórnin kom á var 21 króna á lítrann í formi vörugjalds. Þetta var bitlaus skattlagning sem hægristjórnin lét verða eitt af sínum fyrstu verkum að afnema en á sama tíma var virðisaukaskattur á mat og þar með sælgæti hækkaður úr sjö prósentum í ellefu. Í samræmi við þróun erlendis er eðlilegra að hækka sykraðan mat og drykk í efsta þrep virðisaukaskatts eða innleiða sérstakan gosdrykkjaskatt sem bítur almennilega. Til dæmis 50 eða 60 krónur á lítrann. Þá fyrst fá neytendur raunverulegan hvata til að færa sig í sódavatnið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun