Lífið

Kleinuhringir og kannanir sammála

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sláandi líkt sköðunarkönnunum.
Sláandi líkt sköðunarkönnunum.
Það voru XD kleinuhringirnir sem seldust mest í Alhringiskosningunum á Dunkin´ Donuts, en kaffihúsið er búið að vera með hringi með kosningamerkjum flokkanna sem eru í framboði til Alþingis, í sölu undanfarna daga.

Næstir á eftir komu Píratahringirnir og í þriðja sæti voru hringir Vinstri grænna. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir viðskiptavini hafa tekið vel í uppátækið.

„Þetta var skemmtilegt og fólk hafði mjög sterkar skoðanir en hvort þetta gefi einhverja vísbendingu um hvað kemur upp úr kjörkössunum á laugardaginn verður að koma í ljós. Niðurstöður kosninga geta alltaf komið á óvart og það gerir þær einmitt spennandi.“


Tengdar fréttir

Kleinuhringir flokkanna mættir

Ekki eru nema tveir dagar þar til kosið verður til Alþingis og eru landsmenn margir hverir orðnir spenntir fyrir niðurstöðum kosninganna en alls eru 12 flokkar í framboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×