Hver á að græða? Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Glöggt er gests augað, er stundum haft á orði þegar utanaðkomandi benda á það sem betur mætti fara. Og oft er það þannig að þeir sem berja hlutina augum í fyrsta sinn hnjóta um eitthvað sem staðkunnugir eru löngu orðnir vanir og jafnvel hættir að velta fyrir sér. En það getur líka verið að „gesturinn“ hafi ekki þá þekkingu á staðháttum sem til þarf til að draga réttar ályktanir. Fyrirlestur danska hagfræðingsins Lars Christensen hjá Samtökum iðnaðarins í gær ber með sér að hvort tveggja kunni að vera rétt hvað varðar athugasemdir hans um íslenskan raforkumarkað. Í fyrirlestri sínum benti Christensen á að til lengri tíma litið kæmi það almenningi í landinu vel að ýta undir samkeppni á raforkumarkaði sem tryggði sem lægst orkuverð. Lágt orkuverð auki svo aftur samkeppnishæfi landsins. Þá séu raforkuviðskipti ógagnsæ því hér fari þau fram með tvíhliða samningum milli kaupenda og seljenda. Um leið þurfi meiri aðskilnað milli Landsvirkjunar, sem framleiði orkuna og Landsnets, sem annist dreifinguna. Landsvirkjun á tæp 65 prósent í Landsneti á móti RARIK (sem á tæp 23 prósent), Orkuveitu Reykjavíkur (með tæp sjö) og Orkubúi Vestfjarða (sem á tæp sex prósent). Nær væri, að mati Christensens, að viðskiptin færu fram í raforkukauphöll, líkt og algengt sé í Evrópu. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál, tekur undir þessi sjónarmið í frétt Fréttablaðsins af fundinum í dag. Þótt markaðurinn hér sé frjáls þá sé hann ekki kvikur. Mikilvægt sé að myndist meira markaðsverð til almennra notenda. Um leið slær Ketill varnagla þar sem Christensen virðist fara út af sporinu í ráðleggingum sínum og varar við einkavæðingu á Landsvirkjun og Landsneti, sem Christensen talaði fyrir í erindi sínu í gær. Landsvirkjun er nefnilega í þeirri einstöku stöðu að vera við það að greiða upp skuldir sínar eftir að hafa síðustu áratugi virkjað og byggt upp flutningskerfi raforku í landinu. Í þessari eign eru gríðarleg verðmæti sem búist er við að geti skilað eiganda sínum, ríkinu, tugum milljarða í arðgreiðslur á ári hverju. Í þeirri stöðu er kannski eðlilegt að einhver ásælist gullgæsina, en myndi einhver annar en vitleysingur selja hana frá sér? Fari svo að Landsvirkjun verði seld, þá kemur á endanum að þeim tímapunkti að söluverðinu hefur verið eytt og kaupendurnir farnir að njóta góðs af arðinum af eign sinni. Sama hversu langan tíma það tekur er vandséður ávinningur í því fyrir land og þjóð. Betur færi á því að þjóðin fengi að græða á þessari eign sinni allan tímann og til allrar framtíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Glöggt er gests augað, er stundum haft á orði þegar utanaðkomandi benda á það sem betur mætti fara. Og oft er það þannig að þeir sem berja hlutina augum í fyrsta sinn hnjóta um eitthvað sem staðkunnugir eru löngu orðnir vanir og jafnvel hættir að velta fyrir sér. En það getur líka verið að „gesturinn“ hafi ekki þá þekkingu á staðháttum sem til þarf til að draga réttar ályktanir. Fyrirlestur danska hagfræðingsins Lars Christensen hjá Samtökum iðnaðarins í gær ber með sér að hvort tveggja kunni að vera rétt hvað varðar athugasemdir hans um íslenskan raforkumarkað. Í fyrirlestri sínum benti Christensen á að til lengri tíma litið kæmi það almenningi í landinu vel að ýta undir samkeppni á raforkumarkaði sem tryggði sem lægst orkuverð. Lágt orkuverð auki svo aftur samkeppnishæfi landsins. Þá séu raforkuviðskipti ógagnsæ því hér fari þau fram með tvíhliða samningum milli kaupenda og seljenda. Um leið þurfi meiri aðskilnað milli Landsvirkjunar, sem framleiði orkuna og Landsnets, sem annist dreifinguna. Landsvirkjun á tæp 65 prósent í Landsneti á móti RARIK (sem á tæp 23 prósent), Orkuveitu Reykjavíkur (með tæp sjö) og Orkubúi Vestfjarða (sem á tæp sex prósent). Nær væri, að mati Christensens, að viðskiptin færu fram í raforkukauphöll, líkt og algengt sé í Evrópu. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál, tekur undir þessi sjónarmið í frétt Fréttablaðsins af fundinum í dag. Þótt markaðurinn hér sé frjáls þá sé hann ekki kvikur. Mikilvægt sé að myndist meira markaðsverð til almennra notenda. Um leið slær Ketill varnagla þar sem Christensen virðist fara út af sporinu í ráðleggingum sínum og varar við einkavæðingu á Landsvirkjun og Landsneti, sem Christensen talaði fyrir í erindi sínu í gær. Landsvirkjun er nefnilega í þeirri einstöku stöðu að vera við það að greiða upp skuldir sínar eftir að hafa síðustu áratugi virkjað og byggt upp flutningskerfi raforku í landinu. Í þessari eign eru gríðarleg verðmæti sem búist er við að geti skilað eiganda sínum, ríkinu, tugum milljarða í arðgreiðslur á ári hverju. Í þeirri stöðu er kannski eðlilegt að einhver ásælist gullgæsina, en myndi einhver annar en vitleysingur selja hana frá sér? Fari svo að Landsvirkjun verði seld, þá kemur á endanum að þeim tímapunkti að söluverðinu hefur verið eytt og kaupendurnir farnir að njóta góðs af arðinum af eign sinni. Sama hversu langan tíma það tekur er vandséður ávinningur í því fyrir land og þjóð. Betur færi á því að þjóðin fengi að græða á þessari eign sinni allan tímann og til allrar framtíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun