Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2016 15:55 Veiðiflugur, sérverslun fluguveiðimannsins, fagnar komu sumars og upphafi laxveiðitímabilsins með hinni árlegu Veiðimessu nú um helgina. Margt fróðlegt verður í boði fyrir veiðimenn á laugardag og sunnudag. Kynning verður á nýjum fluguveiðistöngum frá Loop og Echo sem hafa hlotið frábærar umsagnir frá því þær komu á markað. Þá gefst veiðimönnum kostur á að fræðast um Nautilus-hjólin sem ásamt Einarsson-hjólunum virðast þau bestu á markaðnum í dag. Sérkjör verða á veiðiflugum og línum og tilboð á öndunarvöðlum og skóm. Á vordögum tóku nýir eigendur við Veiðiflugum sem á sama tíma sameinaðist Veiðibúðinni Kröflu. “Veiðimessa hefur ávallt markað upphaf veiðisumarsins og á því verður engin breyting í ár. Við ætlum að slá upp almennilegri hátíð og fagna sumarkomu með viðeigandi hætti, grilli og glensi” segja þeir Friðjón og Stefán eigendur Veiðiflugna. Kastkennsla verður í boði fyrir börn og unglinga á laugardag kl. 11:00 og aftur kl. 14:00. Þar gefst fluguveiðimönnum framtíðarinnar tækifæri til að læra réttu handtökin undir leiðsögn kastkennara. Þá gefst öllum sem eiga leið í Veiðiflugur kostur á að taka þátt í happdrætti þar sem til mikils er að vinna. “Það er von okkar að veiðimenn fjölmenni um helgina, geri sér glaðan dag og njóti þess sem í boði verður” segja Friðjón og Stefán. Veiðiflugur eru til húsa að Langholtsvegi 111 í Reykjavík og stendur hátíðin frá kl. 10:00-18:00 á laugardag og 11:00-16:00 á sunnudag. Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Veiðiflugur, sérverslun fluguveiðimannsins, fagnar komu sumars og upphafi laxveiðitímabilsins með hinni árlegu Veiðimessu nú um helgina. Margt fróðlegt verður í boði fyrir veiðimenn á laugardag og sunnudag. Kynning verður á nýjum fluguveiðistöngum frá Loop og Echo sem hafa hlotið frábærar umsagnir frá því þær komu á markað. Þá gefst veiðimönnum kostur á að fræðast um Nautilus-hjólin sem ásamt Einarsson-hjólunum virðast þau bestu á markaðnum í dag. Sérkjör verða á veiðiflugum og línum og tilboð á öndunarvöðlum og skóm. Á vordögum tóku nýir eigendur við Veiðiflugum sem á sama tíma sameinaðist Veiðibúðinni Kröflu. “Veiðimessa hefur ávallt markað upphaf veiðisumarsins og á því verður engin breyting í ár. Við ætlum að slá upp almennilegri hátíð og fagna sumarkomu með viðeigandi hætti, grilli og glensi” segja þeir Friðjón og Stefán eigendur Veiðiflugna. Kastkennsla verður í boði fyrir börn og unglinga á laugardag kl. 11:00 og aftur kl. 14:00. Þar gefst fluguveiðimönnum framtíðarinnar tækifæri til að læra réttu handtökin undir leiðsögn kastkennara. Þá gefst öllum sem eiga leið í Veiðiflugur kostur á að taka þátt í happdrætti þar sem til mikils er að vinna. “Það er von okkar að veiðimenn fjölmenni um helgina, geri sér glaðan dag og njóti þess sem í boði verður” segja Friðjón og Stefán. Veiðiflugur eru til húsa að Langholtsvegi 111 í Reykjavík og stendur hátíðin frá kl. 10:00-18:00 á laugardag og 11:00-16:00 á sunnudag.
Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði