Árleg urriðaganga á Þingvöllum á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 13. október 2016 15:37 Hin árlega urriðaganga verður á Þingvöllum á laugardaginn kemur og að þessu sinni spáir góðu veðri á þáttakendur. Þetta er árleg fræðsluganga á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska til kynningar á Þingvallaurriðanum og verður gangan haldin næst komandi laugardag á Þingvöllum á bökkum Öxarár 14. árið í röð. Gangan hefst klukkan 14:00 við bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll, sjá nánar tengil á vefsvæði Þingvallaþjóðgarðs: https://thingvellir.is/2243Veðurstofa Íslands spáir því að það verði mjög gott veður á Þingvöllum þennan dag, léttskýjað, góður hiti og mjög hægur vindur. Jóhannes Sturlaugsson sem hefur veg og vanda að kynningunni hefur þegar veitt nokkra urriða sem hann ætlar að kynna fyrir gestum. Þeir sem hafa ekki ennþá farið eru hvattir til að gefa sér tíma á laugardaginn því þetta er alveg einstakt að sjá urriðann í svona miklu návígi og eins að sjá þá urriða sem raða sér upp í Öxará og eru að gera sig tilbúna til hrygningar. Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Veiði Þrír dagar í gæsaveiðina Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Veiðin að glæðast í Varmá Veiði Annað námskeið í fluguveiðiskóla SVFR vegna mikillar aðsóknar Veiði Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði
Hin árlega urriðaganga verður á Þingvöllum á laugardaginn kemur og að þessu sinni spáir góðu veðri á þáttakendur. Þetta er árleg fræðsluganga á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska til kynningar á Þingvallaurriðanum og verður gangan haldin næst komandi laugardag á Þingvöllum á bökkum Öxarár 14. árið í röð. Gangan hefst klukkan 14:00 við bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll, sjá nánar tengil á vefsvæði Þingvallaþjóðgarðs: https://thingvellir.is/2243Veðurstofa Íslands spáir því að það verði mjög gott veður á Þingvöllum þennan dag, léttskýjað, góður hiti og mjög hægur vindur. Jóhannes Sturlaugsson sem hefur veg og vanda að kynningunni hefur þegar veitt nokkra urriða sem hann ætlar að kynna fyrir gestum. Þeir sem hafa ekki ennþá farið eru hvattir til að gefa sér tíma á laugardaginn því þetta er alveg einstakt að sjá urriðann í svona miklu návígi og eins að sjá þá urriða sem raða sér upp í Öxará og eru að gera sig tilbúna til hrygningar.
Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Veiði Þrír dagar í gæsaveiðina Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Veiðin að glæðast í Varmá Veiði Annað námskeið í fluguveiðiskóla SVFR vegna mikillar aðsóknar Veiði Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði