Efri Flókadalsá í boði hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 9. febrúar 2016 15:52 Efri Flókadalsá hefur verið gjöful síðustu sumur Efri Flókadalsá í Fljótum hefur nú bæst við flóru þeirra vatnasvæða sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á fyrir komandi sumar en mikil vöntun hefur veri á sterku bleikjusvæði hjá félaginu. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið gífurlega góð. Eitthvað veiðist af laxi í ánni á hverju ári, þó svo að megin uppistaðan sé sjóbleikja. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt pr stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði sem hefur verið í ánni var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur (öllu vatnasvæðinu). Eitthvað hefur vantað upp á skráningu síðastliðin ár en frá aldamótum og fram til 2008 voru að veiðast í ánni um 1.500 sjóbleikjur. Áin verður í umboðssölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Næsta sumar verður aðstaða fyrir veiðimenn á gömlum sveitabæ í grennd við ána. Húsið hýsir 6 manns með mjög góðu móti. Við hvetjum veiðimenn til að hafa samband og finna sér veiðidaga í þessari norðlensku bleikjuá. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Efri Flókadalsá í Fljótum hefur nú bæst við flóru þeirra vatnasvæða sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á fyrir komandi sumar en mikil vöntun hefur veri á sterku bleikjusvæði hjá félaginu. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið gífurlega góð. Eitthvað veiðist af laxi í ánni á hverju ári, þó svo að megin uppistaðan sé sjóbleikja. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt pr stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði sem hefur verið í ánni var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur (öllu vatnasvæðinu). Eitthvað hefur vantað upp á skráningu síðastliðin ár en frá aldamótum og fram til 2008 voru að veiðast í ánni um 1.500 sjóbleikjur. Áin verður í umboðssölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Næsta sumar verður aðstaða fyrir veiðimenn á gömlum sveitabæ í grennd við ána. Húsið hýsir 6 manns með mjög góðu móti. Við hvetjum veiðimenn til að hafa samband og finna sér veiðidaga í þessari norðlensku bleikjuá.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði