Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2016 14:00 Þessi 103 sm hausthængur veiddist nýlega í Hnausastreng í Vatnsdalsá. Mynd: Vatnsdalsá FB Þetta sumar er líklega eitt besta stórlaxasumar í mörg ár eða áratugi og fréttir af þessari stórlaxaveiði hafa náð út fyrir landssteinana. Það eru nokkur veiðisvæði þar sem líkur á því að fá stórlax eru meiri en á öðrum stöðum og má þar kannski helst nefna Laxá í Aðaldal, Vatnsdalsá, Víðidalsá og Miðfjarðará svo nokkur dæmi séu tekin. Fréttir af þessum svæðum og af þeim stórlöxum sem þar veiðast hafa gert það að verkum að nú eru erlendir veiðimenn farnir að sýna þessum dögum áhuga. Verðið á stangardeginum á þessum tíma er mun lægra en á besta tímanum og líkurnar á löxum í kringum 100 sm mun meiri en t.d. á göngutíma. Verðið spilar auðvitað stórann þátt í auknum áhuga en breskir veiðimenn til að mynda sjá fram á að greiða meira fyrir veiðina á komandi sumri vegna lækkandi gengis breska pundsins gagnvart krónunni. Þegar staðan er svona skoða flestir aðra veiði eða annan tíma en þeir eru vanir og lofsamlegt umtal um síðsumars veiðidaga getur farið að, og er þegar farið að hafa, þau áhrif að stærri hópur erlendra veiðimanna sækir í þessa daga sem hingað til hafa mest verið veiddir af Íslendingum. Takmarkað framboð og mikil eftirspurn getur haft þau áhrif að verðið á veiðileyfum eigi eftir að hækka eitthvað en hversu mikið og hvort sú hækkun verði að veruleika á svo bara eftir að koma í ljós. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Þetta sumar er líklega eitt besta stórlaxasumar í mörg ár eða áratugi og fréttir af þessari stórlaxaveiði hafa náð út fyrir landssteinana. Það eru nokkur veiðisvæði þar sem líkur á því að fá stórlax eru meiri en á öðrum stöðum og má þar kannski helst nefna Laxá í Aðaldal, Vatnsdalsá, Víðidalsá og Miðfjarðará svo nokkur dæmi séu tekin. Fréttir af þessum svæðum og af þeim stórlöxum sem þar veiðast hafa gert það að verkum að nú eru erlendir veiðimenn farnir að sýna þessum dögum áhuga. Verðið á stangardeginum á þessum tíma er mun lægra en á besta tímanum og líkurnar á löxum í kringum 100 sm mun meiri en t.d. á göngutíma. Verðið spilar auðvitað stórann þátt í auknum áhuga en breskir veiðimenn til að mynda sjá fram á að greiða meira fyrir veiðina á komandi sumri vegna lækkandi gengis breska pundsins gagnvart krónunni. Þegar staðan er svona skoða flestir aðra veiði eða annan tíma en þeir eru vanir og lofsamlegt umtal um síðsumars veiðidaga getur farið að, og er þegar farið að hafa, þau áhrif að stærri hópur erlendra veiðimanna sækir í þessa daga sem hingað til hafa mest verið veiddir af Íslendingum. Takmarkað framboð og mikil eftirspurn getur haft þau áhrif að verðið á veiðileyfum eigi eftir að hækka eitthvað en hversu mikið og hvort sú hækkun verði að veruleika á svo bara eftir að koma í ljós.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði