Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2016 08:30 Það eru nokkrir stórlaxar í dölunum Mynd: www.hreggnasi.is Skýrsla Veiðimálastofnunar yfir veiðina 2015 í Laxá í Dölum er komin út og það er athyglisvert að rýna aðeins í þær upplýsingar sem koma fram. Athygli vekur hátt hlutfall slepptra laxa frá því að Hreggnasi kom að rekstri árinnar en áin hefur verið ein af gjöfulustu veiðiám landsins en þar hefur líka hátt hlutfall laxa sem eru drepnir. Fyrsta sumar Hreggnasa árið 2014 fór sleppihlutfall veiddra laxa í 50% sem var margföldun frá árinu á undan. Sumarið 2015 fór hlutfall slepptra laxa hins vegar í 70% og hefur aldrei verið hærra á Laxárbökkum. 1092 löxum var sleppt en 483 var landað. Árangurinn af þessum sleppingum má líklega sjá á næstu árum í öflugum seiðabúskap og hækkandi hlutfalli stórlaxa sem eru að koma í ánna í annað sinn. Veiðin var tekin úr 39 veiðistöðum. Af þeim var Kristnipollur aflahæstur með 230 laxa en Þegjandi næstur með 220 laxa. Menn geta svo gert sér í hugarlund laxamergðina í þessum hyljum í sumar. Athygli vekur lágt hlutfall smálaxahrygna í veiðinni. Aðeins 31% smálaxa voru hrygnur. Hlutfall stórlaxa fer vaxandi í fyrsta sinní all mörg ár, og vonandi sjáum við áframhald á því. Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Skýrsla Veiðimálastofnunar yfir veiðina 2015 í Laxá í Dölum er komin út og það er athyglisvert að rýna aðeins í þær upplýsingar sem koma fram. Athygli vekur hátt hlutfall slepptra laxa frá því að Hreggnasi kom að rekstri árinnar en áin hefur verið ein af gjöfulustu veiðiám landsins en þar hefur líka hátt hlutfall laxa sem eru drepnir. Fyrsta sumar Hreggnasa árið 2014 fór sleppihlutfall veiddra laxa í 50% sem var margföldun frá árinu á undan. Sumarið 2015 fór hlutfall slepptra laxa hins vegar í 70% og hefur aldrei verið hærra á Laxárbökkum. 1092 löxum var sleppt en 483 var landað. Árangurinn af þessum sleppingum má líklega sjá á næstu árum í öflugum seiðabúskap og hækkandi hlutfalli stórlaxa sem eru að koma í ánna í annað sinn. Veiðin var tekin úr 39 veiðistöðum. Af þeim var Kristnipollur aflahæstur með 230 laxa en Þegjandi næstur með 220 laxa. Menn geta svo gert sér í hugarlund laxamergðina í þessum hyljum í sumar. Athygli vekur lágt hlutfall smálaxahrygna í veiðinni. Aðeins 31% smálaxa voru hrygnur. Hlutfall stórlaxa fer vaxandi í fyrsta sinní all mörg ár, og vonandi sjáum við áframhald á því.
Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði