Nýjar veiðitölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2016 14:23 Landdsamband Veiðifélaga birti í gær nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum eins og alltaf á miðvikudögum. Ytri Rangá heldur ennþá toppsætinu yfir aflahæstu ár landsins en þar hafa veiðst 3.250 laxar sem gerir vikuveiði uppá 751 lax. Miðfjarðará er með 1.996 laxa og vikuveiði uppá 543 laxa og svo er Eystri Rangá með 1.885 laxa eða 222 laxa í vikunni sem er heldur mikil lækkun milli vikna en veiðimenn í Eystri segja að nóg sé af laxi og að stórlaxa hlutfall sem ennþá gott. Tölur úr sumum ánum eru langt frá því að vera góðar en það er þó ekki alltaf vegna skorts á laxi heldur vegna vatnsleysis og hita. T.d. eru ekki nema 272 laxar komnir úr Grímsá, 254 úr Laxá í Kjós, 207 úr Laxá í Leirársveit, 167 úr Leirvogsá, 96 úr Stóru Laxá og 73 úr Gljúfurá. Þegar veiðin úr þessum ám er skoðuð 10 ár aftur í tímann sést að það þarf mikið að gerast til að þessar ár nái meðalári og nokkuð ljóst að þær verði undir því á þessu sumri. Göngurnar eru búnar á vesturlandi ef undanskilja má Haukadalsá og Laxá í Dölum en þeir sem þekkja þær vel segja að núna um miðjan júlí hafi ágúst göngurnar verið að skila sér og það eins og annað í veiðinni langt á undan áætlun. Heildarlistann frá Landssambandi Veiðifélaga má finna hér. Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði 90 sm hrygna við opnun Langár Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði
Landdsamband Veiðifélaga birti í gær nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum eins og alltaf á miðvikudögum. Ytri Rangá heldur ennþá toppsætinu yfir aflahæstu ár landsins en þar hafa veiðst 3.250 laxar sem gerir vikuveiði uppá 751 lax. Miðfjarðará er með 1.996 laxa og vikuveiði uppá 543 laxa og svo er Eystri Rangá með 1.885 laxa eða 222 laxa í vikunni sem er heldur mikil lækkun milli vikna en veiðimenn í Eystri segja að nóg sé af laxi og að stórlaxa hlutfall sem ennþá gott. Tölur úr sumum ánum eru langt frá því að vera góðar en það er þó ekki alltaf vegna skorts á laxi heldur vegna vatnsleysis og hita. T.d. eru ekki nema 272 laxar komnir úr Grímsá, 254 úr Laxá í Kjós, 207 úr Laxá í Leirársveit, 167 úr Leirvogsá, 96 úr Stóru Laxá og 73 úr Gljúfurá. Þegar veiðin úr þessum ám er skoðuð 10 ár aftur í tímann sést að það þarf mikið að gerast til að þessar ár nái meðalári og nokkuð ljóst að þær verði undir því á þessu sumri. Göngurnar eru búnar á vesturlandi ef undanskilja má Haukadalsá og Laxá í Dölum en þeir sem þekkja þær vel segja að núna um miðjan júlí hafi ágúst göngurnar verið að skila sér og það eins og annað í veiðinni langt á undan áætlun. Heildarlistann frá Landssambandi Veiðifélaga má finna hér.
Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði 90 sm hrygna við opnun Langár Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði