Dramb er falli næst Hildur Björnsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Síðustu ár hefur þjóðin staðið frammi fyrir því umfangsmikla verkefni að endurvekja traust til stjórnkerfisins. Þá hefur krafan um heiðarlegt stjórnmálafólk aldrei verið sterkari. Þegar æðsti valdhafi þjóðarinnar reynist fara leynt með mikilvægar upplýsingar – og gerist uppvís að lygum – eru sterk viðbrögð þjóðar fyrirséð. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni er ekki alls varnað. Yfir skamma stjórnartíð hefur hann leyst fjölmörg flókin viðfangsefni og staðið við yfirdrifin kosningaloforð gagnvart kjósendum sínum. Það verður þó að teljast með ólíkindum hvernig þjóðarleiðtogi með heilt aðstoðarmannahrúgald getur leikið svo marga pólitíska afleiki. Hversu oft hann reynist misskilinn. Mjallmundur hefði betur beðið einhvern dverganna sjö að rita fundargerðir. Það þykir víst ágætis leið til að skrásetja samskipti og útiloka misskilning. „Sá er ekki altaf tryggastur, sem situr kjur, heldur hinn sem kemur aftur“ ritaði Laxness. Tregða íslensks stjórnmálafólks til að víkja þegar trúverðugleiki þess bíður hnekki er undarleg. Í flestum vestrænum lýðræðisríkjum stígur fólk til hliðar hafi það brotið trúnað við þjóð sína. Það markar sjaldnast endalok og gefur gjarnan færi á endurkomu. Kyrrseta er ekki alltaf farsælust. Þeir sem víkja geta komið aftur. Við erum öll mennsk. Við gerum öll mistök. Það er vont að viðurkenna og spegilmyndin svíður. Viðbrögð fólks við eigin mistökum eru besta manndómsprófið. Þá er máttur auðmýktar mikill. Þegar forsætisráðherra verður uppvís að lygum hefur trúverðugleiki hans beðið hnekki. Úr slíkum aðstæðum verður ekki unnið með yfirgangi og hroka. Það var reynt til þrautar á dögunum og sannaðist hið fornkveðna – að dramb er falli næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Síðustu ár hefur þjóðin staðið frammi fyrir því umfangsmikla verkefni að endurvekja traust til stjórnkerfisins. Þá hefur krafan um heiðarlegt stjórnmálafólk aldrei verið sterkari. Þegar æðsti valdhafi þjóðarinnar reynist fara leynt með mikilvægar upplýsingar – og gerist uppvís að lygum – eru sterk viðbrögð þjóðar fyrirséð. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni er ekki alls varnað. Yfir skamma stjórnartíð hefur hann leyst fjölmörg flókin viðfangsefni og staðið við yfirdrifin kosningaloforð gagnvart kjósendum sínum. Það verður þó að teljast með ólíkindum hvernig þjóðarleiðtogi með heilt aðstoðarmannahrúgald getur leikið svo marga pólitíska afleiki. Hversu oft hann reynist misskilinn. Mjallmundur hefði betur beðið einhvern dverganna sjö að rita fundargerðir. Það þykir víst ágætis leið til að skrásetja samskipti og útiloka misskilning. „Sá er ekki altaf tryggastur, sem situr kjur, heldur hinn sem kemur aftur“ ritaði Laxness. Tregða íslensks stjórnmálafólks til að víkja þegar trúverðugleiki þess bíður hnekki er undarleg. Í flestum vestrænum lýðræðisríkjum stígur fólk til hliðar hafi það brotið trúnað við þjóð sína. Það markar sjaldnast endalok og gefur gjarnan færi á endurkomu. Kyrrseta er ekki alltaf farsælust. Þeir sem víkja geta komið aftur. Við erum öll mennsk. Við gerum öll mistök. Það er vont að viðurkenna og spegilmyndin svíður. Viðbrögð fólks við eigin mistökum eru besta manndómsprófið. Þá er máttur auðmýktar mikill. Þegar forsætisráðherra verður uppvís að lygum hefur trúverðugleiki hans beðið hnekki. Úr slíkum aðstæðum verður ekki unnið með yfirgangi og hroka. Það var reynt til þrautar á dögunum og sannaðist hið fornkveðna – að dramb er falli næst.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun