19 laxar á land fyrsta daginn í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2016 08:38 Haraldur Eiríksson með erlendum viðskiptavin í Kjósinni í gær. Mynd: Hreggnasi Laxá í Kjós opnaði í morgun og það verður ekki annað sagt en að hér sé enn ein frábær opnun á ferðinni. "Þegar dagurinn var gerður upp var 19 löxum landað og líklega slapp annað eins" sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Veiðivísi í morgun. "Við erum mjög ánægðir með þessa opnun því þetta er líklega besta opnun í ánni síðan hún varð fly-only. Það er fiskur upp um alla á og sem dæmi þá gáfu veiðistaðir eins og Skuggi og Stekkjarfljót laxa í gær." Af þessum 19 löxum voru þrír eins árs laxar en allir hinir mjög vænir tveggja ára laxar sem margir veiðimennirnir höfðu mikið fyrir að ná en á neðstu svæðunum voru laxarnir að stinga sér milli veiðistaða svo það voru oft mikil hlaup á eftir löxum í gær. "Það hafa legið laxar í Brúarhylnum í nokkra daga og það er líklega klárt mál að það er kominn lax til að mynda upp í Meðalfellsvatn. En eitt af því sem er mjög athyglisvert við þessa opnun er að sjá sjóbirtinga í aflanum en hann á yfirleitt ekki að sjást fyrr en eftir tvær til þrjár vikur." sagði Haraldur og var að vonum ánægður með gang mála í Kjósinni í gær. Hópurinn sem er að veiða er mjög afslappaður og fór til að mynda ekki út á seinni vatktinni nema í 2-3 tíma. Mest lesið Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði Lifnar loksins yfir Elliðavatni Veiði Umsóknarfrestur vegna úthlutunar SVFR Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Mikil hækkun í Skjálfandafljóti Veiði
Laxá í Kjós opnaði í morgun og það verður ekki annað sagt en að hér sé enn ein frábær opnun á ferðinni. "Þegar dagurinn var gerður upp var 19 löxum landað og líklega slapp annað eins" sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Veiðivísi í morgun. "Við erum mjög ánægðir með þessa opnun því þetta er líklega besta opnun í ánni síðan hún varð fly-only. Það er fiskur upp um alla á og sem dæmi þá gáfu veiðistaðir eins og Skuggi og Stekkjarfljót laxa í gær." Af þessum 19 löxum voru þrír eins árs laxar en allir hinir mjög vænir tveggja ára laxar sem margir veiðimennirnir höfðu mikið fyrir að ná en á neðstu svæðunum voru laxarnir að stinga sér milli veiðistaða svo það voru oft mikil hlaup á eftir löxum í gær. "Það hafa legið laxar í Brúarhylnum í nokkra daga og það er líklega klárt mál að það er kominn lax til að mynda upp í Meðalfellsvatn. En eitt af því sem er mjög athyglisvert við þessa opnun er að sjá sjóbirtinga í aflanum en hann á yfirleitt ekki að sjást fyrr en eftir tvær til þrjár vikur." sagði Haraldur og var að vonum ánægður með gang mála í Kjósinni í gær. Hópurinn sem er að veiða er mjög afslappaður og fór til að mynda ekki út á seinni vatktinni nema í 2-3 tíma.
Mest lesið Hreinsunardagur Elliðaánna verður 10. júní Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði Lifnar loksins yfir Elliðavatni Veiði Umsóknarfrestur vegna úthlutunar SVFR Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Mikil hækkun í Skjálfandafljóti Veiði