Frábær veiði á efri svæðunum í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2016 15:50 Höskuldur Birkir Erlingsson með 96 sm lax af svæði II í Blöndu Blanda opnaði fyrst laxveiðiáa á landinu þetta árið og opnaði með hvelli og nú hefur veiði hafist á efri svæðunum með látum. Veiðitölur sem Veiðivísi bárust frá leigutaka Blöndu Lax-Á sýna að það verður örugglega gaman á svæðum II-III og IV í sumar. Í dag eru 570 laxar komnir upp laxastigann sem er það mesta á þessum árstíma samkvæmt okkar heimildum. Á fyrstu vakt í gær veiddust 18 laxar á svæði II en þar er samkvæmt veiðimönnum mikið líf á sumum stöðum. Það veiddust 9 laxar á svæði III og það hefur ekki fengist 100% staðfest en við heyrðum af því að hópurinn á svæði IV hafi náð kvótanum. Þó kvótinn hafi ekki náðst á IV er veiðin engu að síður góð og þetta er í takt við allt annað sem er að gerast á landinu þetta laxasumarið. Það fer alltaf nokkur fjöldi af laxi, og þá sérstaklega stærri laxinum, framhjá laxastiganum svo það er mun meira af laxi kominn upp eftir heldur en staðan í teljaranum gefur til kynna enda sést það vel á stærðum á þessum laxi en þetta er svo til allt stórlax en hann kemst auðveldlega upp ánna án þess að nota laxastigann. Það er því nokkuð ljóst að það stefnir í flotta daga í Blöndu á næstunni. Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Frábært bleikjuskot í Hópinu Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað væntanlegt inn um lúgurnar Veiði Spennandi námskeið í veiðileiðsögn Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði
Blanda opnaði fyrst laxveiðiáa á landinu þetta árið og opnaði með hvelli og nú hefur veiði hafist á efri svæðunum með látum. Veiðitölur sem Veiðivísi bárust frá leigutaka Blöndu Lax-Á sýna að það verður örugglega gaman á svæðum II-III og IV í sumar. Í dag eru 570 laxar komnir upp laxastigann sem er það mesta á þessum árstíma samkvæmt okkar heimildum. Á fyrstu vakt í gær veiddust 18 laxar á svæði II en þar er samkvæmt veiðimönnum mikið líf á sumum stöðum. Það veiddust 9 laxar á svæði III og það hefur ekki fengist 100% staðfest en við heyrðum af því að hópurinn á svæði IV hafi náð kvótanum. Þó kvótinn hafi ekki náðst á IV er veiðin engu að síður góð og þetta er í takt við allt annað sem er að gerast á landinu þetta laxasumarið. Það fer alltaf nokkur fjöldi af laxi, og þá sérstaklega stærri laxinum, framhjá laxastiganum svo það er mun meira af laxi kominn upp eftir heldur en staðan í teljaranum gefur til kynna enda sést það vel á stærðum á þessum laxi en þetta er svo til allt stórlax en hann kemst auðveldlega upp ánna án þess að nota laxastigann. Það er því nokkuð ljóst að það stefnir í flotta daga í Blöndu á næstunni.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Frábært bleikjuskot í Hópinu Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað væntanlegt inn um lúgurnar Veiði Spennandi námskeið í veiðileiðsögn Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði