Formúla 1 metin á þúsund milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 24. mars 2016 07:00 Formúlu 1 keppnin dregur að milljónir áhorfenda eins og sjá má í Mónakó. Fréttablaðið/AFP Fjárhagsstaða kappaksturskeppninnar Formúlu 1 hefur sjaldan verið betri en nú þegar ný keppnistíð hófst í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu ársskýrslum nam rekstrarhagnaður móðurfélags F1, Delta Topco, 519,8 milljónum dollara, jafnvirði 66 milljarða íslenskra króna á árinu 2014. Tekjur Delta Topco námu 1,8 milljörðum dollara, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, og hafa aldrei verið hærri. Þær hafa vaxið um 80 prósent á síðasta áratug. Nokkrar ástæður eru fyrir velgengni félagsins samkvæmt umfjöllun The Sunday Times. Í fyrsta lagi heldur F1 kostnaði niðri með því að eiga engin lið eða keppnisbrautir, og er einungis með 352 starfsmenn. Stærsti kostnaðarhlutinn er að 63 prósent af hagnaði fara í vinningsfé. Frá 2009 til 2014 hækkaði vinningsfé um 31 prósent í 863,1 milljón dollara, rúmlega 100 milljarða króna, vegna aukins áhuga á F1. Hins vegar er dregið úr áhættu með því að láta vinningsféð vera hlutfall af hagnaði. Delta Tropco þarf einungis að endurnýja 10-20 prósent samninga sinna árlega. Samningarnir endast að meðaltali í fimm ár og ver félagið sig gegn verðbólgu með þeim. Það að tekjur fyrirtækisins tengjast ekki velgengni á kappakstursbrautinni gerir að verkum að fjárfestar líta á félagið sem áhættulitla fjárfestingu. Er fyrirtækið nú metið á 8,6 milljarða dollara, 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé félagsins nemur nær helmingi verðmatsins. Einhverjir fjárfestar telja að um ofmat sé að ræða. Aukinn áhugi á keppninni og hátt hlutabréfaverð benda til þess að matið sé rétt sem stendur. Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Uppfært: Upprunalega stóð að nýtt keppnistímabil hæfist eftir nokkrar vikur. Hið rétta er að það hófst um síðastliðna helgi. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárhagsstaða kappaksturskeppninnar Formúlu 1 hefur sjaldan verið betri en nú þegar ný keppnistíð hófst í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu ársskýrslum nam rekstrarhagnaður móðurfélags F1, Delta Topco, 519,8 milljónum dollara, jafnvirði 66 milljarða íslenskra króna á árinu 2014. Tekjur Delta Topco námu 1,8 milljörðum dollara, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, og hafa aldrei verið hærri. Þær hafa vaxið um 80 prósent á síðasta áratug. Nokkrar ástæður eru fyrir velgengni félagsins samkvæmt umfjöllun The Sunday Times. Í fyrsta lagi heldur F1 kostnaði niðri með því að eiga engin lið eða keppnisbrautir, og er einungis með 352 starfsmenn. Stærsti kostnaðarhlutinn er að 63 prósent af hagnaði fara í vinningsfé. Frá 2009 til 2014 hækkaði vinningsfé um 31 prósent í 863,1 milljón dollara, rúmlega 100 milljarða króna, vegna aukins áhuga á F1. Hins vegar er dregið úr áhættu með því að láta vinningsféð vera hlutfall af hagnaði. Delta Tropco þarf einungis að endurnýja 10-20 prósent samninga sinna árlega. Samningarnir endast að meðaltali í fimm ár og ver félagið sig gegn verðbólgu með þeim. Það að tekjur fyrirtækisins tengjast ekki velgengni á kappakstursbrautinni gerir að verkum að fjárfestar líta á félagið sem áhættulitla fjárfestingu. Er fyrirtækið nú metið á 8,6 milljarða dollara, 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé félagsins nemur nær helmingi verðmatsins. Einhverjir fjárfestar telja að um ofmat sé að ræða. Aukinn áhugi á keppninni og hátt hlutabréfaverð benda til þess að matið sé rétt sem stendur. Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Uppfært: Upprunalega stóð að nýtt keppnistímabil hæfist eftir nokkrar vikur. Hið rétta er að það hófst um síðastliðna helgi.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira