Viðskipti innlent

Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðalmeðferð málsins í desember síðastliðnum.
Frá aðalmeðferð málsins í desember síðastliðnum. vísir/stefán

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. Allur málskostnaður verður greiddur úr ríkissjóði.



Mennirnir voru ákærðir fyrir umboðssvik en ákæruvaldið vildi meina að þeir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans.



Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings.



Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×