Sjálfakandi Google sjálfstætt fyrirtæki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Sýningareintak sjálfkeyrandi bíls frá Waymo. Vísir/AFP Sjálfkeyrandi bílaverkefni sem Google hefur unnið að undanfarin ár verður nú sjálfstætt fyrirtæki undir nafninu Waymo. Verður fyrirtækið því undir Alphabet, móðurfélagi Google. „Við erum nú orðið sjálfstætt fyrirtæki undir Alphabet-regnhlífinni,“ sagði John Krafcik, forstjóri hins nýja Waymo, á blaðamannafundi í San Francisco í gær. Þá sagði Krafcik einnig að Waymo-teymið hefði í fyrsta sinn prufað bíla sína án þess að manneskja hefði nokkur tök á að grípa inn í í borginni Austin á síðasta ári. Bíll Waymo er hvorki útbúinn fótstigum né stýri þannig að ómögulegt er fyrir manneskju að grípa inn í. Fyrstur til þess að sitja í slíkum bíl á ferð um götur Austin var Steve Mahan, lögblindur vinur eins verkfræðinga Waymo. Sat Mahan einn í bílnum á meðan gervigreind bílsins sá um að þræða götur borgarinnar. Tæknifréttasíðan The Information greindi frá því á mánudaginn að Google ætlaði að leggja verkefnið til hliðar og einbeita sér þess í stað að því að vinna við hlið annarra bílaframleiðenda og hjálpa þeim að innleiða gervigreind fyrir sjálfsstýringu. Hins vegar er ljóst að þær upplýsingar voru ekki alveg réttar. „Við höldum að þessi tækni geti gagnast við leigubílaþjónustu, flutninga og jafnvel persónulega notkun. Sjálfkeyrandi tækni kemur að miklum notum,“ sagði Krafcik einnig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílaverkefni sem Google hefur unnið að undanfarin ár verður nú sjálfstætt fyrirtæki undir nafninu Waymo. Verður fyrirtækið því undir Alphabet, móðurfélagi Google. „Við erum nú orðið sjálfstætt fyrirtæki undir Alphabet-regnhlífinni,“ sagði John Krafcik, forstjóri hins nýja Waymo, á blaðamannafundi í San Francisco í gær. Þá sagði Krafcik einnig að Waymo-teymið hefði í fyrsta sinn prufað bíla sína án þess að manneskja hefði nokkur tök á að grípa inn í í borginni Austin á síðasta ári. Bíll Waymo er hvorki útbúinn fótstigum né stýri þannig að ómögulegt er fyrir manneskju að grípa inn í. Fyrstur til þess að sitja í slíkum bíl á ferð um götur Austin var Steve Mahan, lögblindur vinur eins verkfræðinga Waymo. Sat Mahan einn í bílnum á meðan gervigreind bílsins sá um að þræða götur borgarinnar. Tæknifréttasíðan The Information greindi frá því á mánudaginn að Google ætlaði að leggja verkefnið til hliðar og einbeita sér þess í stað að því að vinna við hlið annarra bílaframleiðenda og hjálpa þeim að innleiða gervigreind fyrir sjálfsstýringu. Hins vegar er ljóst að þær upplýsingar voru ekki alveg réttar. „Við höldum að þessi tækni geti gagnast við leigubílaþjónustu, flutninga og jafnvel persónulega notkun. Sjálfkeyrandi tækni kemur að miklum notum,“ sagði Krafcik einnig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira