Hugulsemi skiptir litlu Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 07:15 Best er að kaupa það sem fólk biður um á jólunum. Vísir/Getty Það að eyða miklum tíma í að leita að hinni fullkomnu gjöf handa öllum sem maður gefur jólagjafir og tryggja að mikil hugulsemi liggi þar að baki er sóun á tíma ef marka má nýja rannsókn um jólagjafir sem Jeff Galak við Carnegie Mellon-háskóla framkvæmdi. The New York Times greinir frá því að það sé einnig til lítils að stefna að mikilli afhjúpun á aðfangadag, hvort sem um er að ræða leikfang eða skartgrip. Flestir hafa lítinn áhuga á dramatískum jólagjöfum. Að mati Galaks fara góðar gjafir oft í vaskinn vegna þess að þeir sem eru að gefa gjöfina eru með hugann við athöfnina þegar gjöfin er opnuð á meðan þeir sem fá gjöfina vilja eitthvað nytsamlegt til lengri tíma litið. Samkvæmt rannsókninni er ekki endilega til góðs að hugsa gjöfina allt of mikið út frá einstaklingnum sem fær hana. Oft gefi einhver óheppilegar gjafir af því að hann er alltaf að hugsa um að gefa hverjum og einum sérstaklega góða og persónulega gjöf. Þá geti verið vænlegt til vinnings að spyrja viðkomandi einfaldlega hvað hann vilji og kaupa það. Sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að almennt sé fólk ánægðara með að fá gjöf af óskalista en gjafir sem ekki var beðið um. Margir eru meira að segja ánægðir með beinharða peninga, nema að um sé að ræða gjöf frá maka. Hugulsemin skilar venjulega ekki því sem búist er við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það að eyða miklum tíma í að leita að hinni fullkomnu gjöf handa öllum sem maður gefur jólagjafir og tryggja að mikil hugulsemi liggi þar að baki er sóun á tíma ef marka má nýja rannsókn um jólagjafir sem Jeff Galak við Carnegie Mellon-háskóla framkvæmdi. The New York Times greinir frá því að það sé einnig til lítils að stefna að mikilli afhjúpun á aðfangadag, hvort sem um er að ræða leikfang eða skartgrip. Flestir hafa lítinn áhuga á dramatískum jólagjöfum. Að mati Galaks fara góðar gjafir oft í vaskinn vegna þess að þeir sem eru að gefa gjöfina eru með hugann við athöfnina þegar gjöfin er opnuð á meðan þeir sem fá gjöfina vilja eitthvað nytsamlegt til lengri tíma litið. Samkvæmt rannsókninni er ekki endilega til góðs að hugsa gjöfina allt of mikið út frá einstaklingnum sem fær hana. Oft gefi einhver óheppilegar gjafir af því að hann er alltaf að hugsa um að gefa hverjum og einum sérstaklega góða og persónulega gjöf. Þá geti verið vænlegt til vinnings að spyrja viðkomandi einfaldlega hvað hann vilji og kaupa það. Sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að almennt sé fólk ánægðara með að fá gjöf af óskalista en gjafir sem ekki var beðið um. Margir eru meira að segja ánægðir með beinharða peninga, nema að um sé að ræða gjöf frá maka. Hugulsemin skilar venjulega ekki því sem búist er við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira