Viðskipti innlent

Hagar bjóða í Lyfju

Hafliði Helgason skrifar
Hagar hafa lagt fram skuldbindandi tilboð í Lyfju sem rekur 39 apotek.
Hagar hafa lagt fram skuldbindandi tilboð í Lyfju sem rekur 39 apotek. Fréttablaðið/ GVA

Verslunarfyrirtækið Hagar hafa boðið í Lyfju sem er í sölumeðferði Lindarhvols. Lindarhvoll hefur umsýslu og sölu eigna ríkissjóðs.



Fram kemur í tilkynningu frá Högum að lagt hafi verið fram skuldbindandi tilboð í Lyfju. Söluferlið hófst með óskuldbindandi tilboðum en í dag rann út frestur til að skila skuldbindandi tilboðum. Lyfja á og rekur fyrir utan lyfjaverslanir undir nafni félagsins fyrirtækin Heilsu og Mengi. Samtals eru 39 apotek innan keðjunnar.



Tilboð haga er með fyrirvara um niðurstöðu árleiðanleikakönnunnar og samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Fjármálafyrirtækið Virðing er ráðgjafi Lindarhvols við söluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×