Sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson hefur tilkynnt að þrjú þúsund starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum. Í tilkynningu frá félaginu er ný sparnaðaráætlun kynnt og segir að flestum þeim sem verður sagt upp, starfi á starfstöðvum félagsins í Kumla og Borås.
Alls starfa um 16 þúsund manns hjá fyrirtækinu í Svíþjóð og liggur því fyrir að tæplega fimmti hver starfsmaður hefur fengið uppsagnarbréf í dag.
Í yfirlýsingunni segir að Ericsson muni leggja aukinn kraft í rannsóknir og þróun þar sem starfstöðvar Ericsson í Svíþjóð munu skipa mikilvægan sess.
Í frétt Aftonbladet segir að þúsund þeirra sem verður sagt upp starfi innan framleiðslu, 800 innan rannsóknar- og þróunardeildar og 1.200 innan annarra deilda. Til viðbótar hefur 900 manns innan þjónustudeildar fyrirtækisins verið sagt upp.
Ericsson í Svíþjóð segir upp þrjú þúsund manns
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent


Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent