Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2016 10:00 Þrátt fyrir að veiðin í sumar hafi verið erfið vegna vatnsleysis og sólríkra daga hefur það ekki haft nein áhrif á eftirspurnina fyrir næsta sumar. Það er ekki hægt að segja annað en að sumarið hafi komið á óvart. Fyrst með tímasetningunni á fyrstu laxagöngunum en þær voru töluvert á undan áætlun þetta árið. Síðan voru það endalausir sólardagar og þurrkur því samhliða sem gerði skilyrðin, sérstaklega á vesturlandi, afskaplega erfið. Þrátt fyrir þetta veiddist ágætlega í flestum laxveiðiánum og sumar árnar eru að eiga mjög gott ár. Það þarf því ekki að koma neinum sérstaklega mikið á óvart að eftirspurnin er gífurlega mikil fyrir komandi tímabil. Einhverjir höfðu þó áhyggjur af því að gengi breska pundsins sé að veikjast mikið og gerir það að verkum að veiðileyfi til breskra veiðimanna hækka því sem nemur. Það virðist þó ekki hafa haft mikil áhrif og þeir veiðileyfasalar sem við höfum heyrt lauslega í bera Bretunum þá söguna að flestir hafa bókað sína daga aftur að ári. Þá hefur sala til innlendra veiðimanna tekið mikinn kipp og er eftirspurn eftir fyrstu dögum og síðustu dögum í vinsælustu veiðiánum, sem er mest keypt af Íslendingum, verið það mikil að það lítur út fyrir að þeir sem ætla sér að ná dögum þurfi að gera það fljótlega. Mest lesið Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Þrátt fyrir að veiðin í sumar hafi verið erfið vegna vatnsleysis og sólríkra daga hefur það ekki haft nein áhrif á eftirspurnina fyrir næsta sumar. Það er ekki hægt að segja annað en að sumarið hafi komið á óvart. Fyrst með tímasetningunni á fyrstu laxagöngunum en þær voru töluvert á undan áætlun þetta árið. Síðan voru það endalausir sólardagar og þurrkur því samhliða sem gerði skilyrðin, sérstaklega á vesturlandi, afskaplega erfið. Þrátt fyrir þetta veiddist ágætlega í flestum laxveiðiánum og sumar árnar eru að eiga mjög gott ár. Það þarf því ekki að koma neinum sérstaklega mikið á óvart að eftirspurnin er gífurlega mikil fyrir komandi tímabil. Einhverjir höfðu þó áhyggjur af því að gengi breska pundsins sé að veikjast mikið og gerir það að verkum að veiðileyfi til breskra veiðimanna hækka því sem nemur. Það virðist þó ekki hafa haft mikil áhrif og þeir veiðileyfasalar sem við höfum heyrt lauslega í bera Bretunum þá söguna að flestir hafa bókað sína daga aftur að ári. Þá hefur sala til innlendra veiðimanna tekið mikinn kipp og er eftirspurn eftir fyrstu dögum og síðustu dögum í vinsælustu veiðiánum, sem er mest keypt af Íslendingum, verið það mikil að það lítur út fyrir að þeir sem ætla sér að ná dögum þurfi að gera það fljótlega.
Mest lesið Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði