Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2016 13:00 Veiðistaðurinn Faxi í Tungufljóti Mynd: Vala Árnadóttir Tungufljót í Biskupstungum er áhugavert svæði að veiða en hefur ekki verið mikið stundað í sumar. Það hefur ekki verið mikil veiði í Tungufljóti í sumar, í það minnsta ekki sem veið höfum haft fregnir af, en laxinn virðist koma heldur seinna í ánna en venjulega. Ánni er haldið uppi með seiðasleppingum og það hefur verið misjafnt á milli ára hvenær mestu göngurnar eru að skila sér inn. Það hefur að öllu jöfnu verið um og eftir miðjan júlí en í ár virðist þetta seinna á ferðinni. Það eru þó góðar fréttir fyrir þá veiðimenn sem eiga eftir að fara í ánna því það virðist töluvert af laxi hafa gengið í hana síðustu daga. Gott dæmi um það er holl sem var við veiðar í gær sem landaði 21 laxa á einni morgunvakt. Það veiðist oftar en ekki mest í veiðistaðnum Faxa sem er einn af fallegri veiðistöðum landsins enda er alveg magnað að standa við úðann af fossinum og kasta flugu á breiðuna þar fyrir neðan. Laxinn safnast upp á þessari breiðu áður en hann heldur áfram upp laxastigann. Það verður fróðlegt að heyra meira af veiðimönnum í Tungufljóti því haustveiðin þar getur oft verið mjög drjúg. Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði
Tungufljót í Biskupstungum er áhugavert svæði að veiða en hefur ekki verið mikið stundað í sumar. Það hefur ekki verið mikil veiði í Tungufljóti í sumar, í það minnsta ekki sem veið höfum haft fregnir af, en laxinn virðist koma heldur seinna í ánna en venjulega. Ánni er haldið uppi með seiðasleppingum og það hefur verið misjafnt á milli ára hvenær mestu göngurnar eru að skila sér inn. Það hefur að öllu jöfnu verið um og eftir miðjan júlí en í ár virðist þetta seinna á ferðinni. Það eru þó góðar fréttir fyrir þá veiðimenn sem eiga eftir að fara í ánna því það virðist töluvert af laxi hafa gengið í hana síðustu daga. Gott dæmi um það er holl sem var við veiðar í gær sem landaði 21 laxa á einni morgunvakt. Það veiðist oftar en ekki mest í veiðistaðnum Faxa sem er einn af fallegri veiðistöðum landsins enda er alveg magnað að standa við úðann af fossinum og kasta flugu á breiðuna þar fyrir neðan. Laxinn safnast upp á þessari breiðu áður en hann heldur áfram upp laxastigann. Það verður fróðlegt að heyra meira af veiðimönnum í Tungufljóti því haustveiðin þar getur oft verið mjög drjúg.
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði