Nýtt Sportveiðiblað komið út Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2016 10:00 Splunkunýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu var að koma glóðvolgt úr prentun og er blaðið sem fyrr stútfullt af skemmtilegu efni. Meðal annars má finna viðtal við Þröst Leó Gunnarsson leikara og Lillu Rowcliffe sem er rúmlega níræð veiðikona sem hefur komið víða við en meðal hennar uppáhalds veiðisvæða er Nessvæðið í Laxá í Aðaldal sem hún sækir reglulega heim. Einnig er viðtal við veiðilistamanninn Gármann (Guðmund Ármann) sem og Súdda sjálfan. Ítarleg veiðistaðalýsing er á Litluá í Kelduhverfi sem og farið yfir frábæra laxveiðibyrjun í nokkrum veiðiám. Rasmus Ovesen kynnir fyrir okkur Píramídavatn og einni má finna viðtal við Val Blomsterberg, nýjan leigutaka á Tungulæk. Forsíðu blaðsins prýðir Valgerði Árnadóttur ásamt dóttur hennar þegar sú síðarnefnda fékk Maríulaxinn sinn í Stóru-Laxá í sumar en sú stutta á líklega stutt að sækja veiðihæfileikana því afi hennar er enginn annar en Árni Baldursson. Blaðið er þegar komið í dreifingu og má á sölustöðum um land allt. Mest lesið Hörkuskot í Þrasatarlundi Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Lokatölur úr Andakílsá Veiði Sá stærsti úr Selá í sumar Veiði SVFR framlengir við Norðurá Veiði Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Guð er í nótt á Þingvöllum Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Splunkunýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu var að koma glóðvolgt úr prentun og er blaðið sem fyrr stútfullt af skemmtilegu efni. Meðal annars má finna viðtal við Þröst Leó Gunnarsson leikara og Lillu Rowcliffe sem er rúmlega níræð veiðikona sem hefur komið víða við en meðal hennar uppáhalds veiðisvæða er Nessvæðið í Laxá í Aðaldal sem hún sækir reglulega heim. Einnig er viðtal við veiðilistamanninn Gármann (Guðmund Ármann) sem og Súdda sjálfan. Ítarleg veiðistaðalýsing er á Litluá í Kelduhverfi sem og farið yfir frábæra laxveiðibyrjun í nokkrum veiðiám. Rasmus Ovesen kynnir fyrir okkur Píramídavatn og einni má finna viðtal við Val Blomsterberg, nýjan leigutaka á Tungulæk. Forsíðu blaðsins prýðir Valgerði Árnadóttur ásamt dóttur hennar þegar sú síðarnefnda fékk Maríulaxinn sinn í Stóru-Laxá í sumar en sú stutta á líklega stutt að sækja veiðihæfileikana því afi hennar er enginn annar en Árni Baldursson. Blaðið er þegar komið í dreifingu og má á sölustöðum um land allt.
Mest lesið Hörkuskot í Þrasatarlundi Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Lokatölur úr Andakílsá Veiði Sá stærsti úr Selá í sumar Veiði SVFR framlengir við Norðurá Veiði Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Guð er í nótt á Þingvöllum Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði