Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2016 16:00 Dæmi um gott veiðikort Það hefur borið nokkuð á umræðu og athugasemdum til veiðileyfasala í mörgum ám vegna merkinga við árnar. Það sem fer í taugarnar á veiðimönnum sem veiða án leiðsögumanna eru illar merktar ár og því miður verður að segja eins og er að þeir hafa mikið til síns máls. Það heyrir til undantekninga að laxveiðiár séu vel merktar sem og að slóðar að veiðistöðum séu merktir þeim stöðum sem eru á enda hvers slóða. Hvers vegna leigutakar og landeigendur sjái ekki sóma í því að merkja árnar vel er ómögulegt að segja en að því viðbættu eru oft ekki til veiðikort af ánum og stundum eru þau lítið annað er handgerð teikning. Það liggur ekki mikill kostnaður eða vinna í að gera skilti og merkja veiðistaðina og prentun á veiðikorti á að vera sjálfsagt mál. Veiðileyfi eru ekki ókeypis og það fer óneitanlega í taugarnar á veiðimönnum sem mæta t.d. í fyrsta skipti við á og mikill tími fer í að leita að veiðistöðum og slóðum. Þeir veiðimenn sem Veiðivísir hefur haft tal af vilja koma því á framfæri við leigutaka og landeigendur að taka sig saman um að gera þetta af metnaði við árnar sínar því menn eru fyrir löngu orðnir þreyttir á þessu. Mest lesið Góð uppskrift að bleikju Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði
Það hefur borið nokkuð á umræðu og athugasemdum til veiðileyfasala í mörgum ám vegna merkinga við árnar. Það sem fer í taugarnar á veiðimönnum sem veiða án leiðsögumanna eru illar merktar ár og því miður verður að segja eins og er að þeir hafa mikið til síns máls. Það heyrir til undantekninga að laxveiðiár séu vel merktar sem og að slóðar að veiðistöðum séu merktir þeim stöðum sem eru á enda hvers slóða. Hvers vegna leigutakar og landeigendur sjái ekki sóma í því að merkja árnar vel er ómögulegt að segja en að því viðbættu eru oft ekki til veiðikort af ánum og stundum eru þau lítið annað er handgerð teikning. Það liggur ekki mikill kostnaður eða vinna í að gera skilti og merkja veiðistaðina og prentun á veiðikorti á að vera sjálfsagt mál. Veiðileyfi eru ekki ókeypis og það fer óneitanlega í taugarnar á veiðimönnum sem mæta t.d. í fyrsta skipti við á og mikill tími fer í að leita að veiðistöðum og slóðum. Þeir veiðimenn sem Veiðivísir hefur haft tal af vilja koma því á framfæri við leigutaka og landeigendur að taka sig saman um að gera þetta af metnaði við árnar sínar því menn eru fyrir löngu orðnir þreyttir á þessu.
Mest lesið Góð uppskrift að bleikju Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði