Spá að Miðfjarðará fari yfir 4.000 laxa Miðfjarðará skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Flottur lax úr Miðfjarðará. Mynd: Miðfjarðará FB Miðfjarðará er sem stendur önnur aflahæsta á sumarsins en veiðin þar hefur verið með besta móti í allt sumar. Hún nær þó ekki sumrinu í fyrra enda væri það ósanngjörn krafa því það sumar sló öll met í ánni. Veiðin núna gæti þó náð því marki að verða annað besta sumarið í ánni en þeir veiðimenn sem hafa verið að koma úr ánni hafa rétt fyrir sér. Það er mikið af laxi í öllum hyljum og takan hefur verið einstaklega góð sem er ekki það sama og hægt er að segja um flestar ár á landinu með undantekningum þó. Kunnugir menn við Miðfjarðará segja að áin eigi það vel inni að fara yfir 4.000 laxa á þessum tímabili og líklega verði staðan sú að sumarið gæti skákað árunum 2009 og 2010 en þá veiddust 4.004 laxar (2009) og 4.043 laxar (2010). Það hlýtur því að vera góður andi við bakka Miðfjarðarár þessa dagana þegar það stefnir í að sumarið gæti með góðu orðið það annað besta frá upphafi í ánni. Heildarveiðin í Miðfjarðará í fyrra var 6.028 laxar sem er besta veiði í sjálfbærri laxveiðiá á Íslandi þar sem veitt er á stöng. Mest lesið Laxinn bíður betra vatns Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Fínasta veiði á Kárastöðum Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði
Miðfjarðará er sem stendur önnur aflahæsta á sumarsins en veiðin þar hefur verið með besta móti í allt sumar. Hún nær þó ekki sumrinu í fyrra enda væri það ósanngjörn krafa því það sumar sló öll met í ánni. Veiðin núna gæti þó náð því marki að verða annað besta sumarið í ánni en þeir veiðimenn sem hafa verið að koma úr ánni hafa rétt fyrir sér. Það er mikið af laxi í öllum hyljum og takan hefur verið einstaklega góð sem er ekki það sama og hægt er að segja um flestar ár á landinu með undantekningum þó. Kunnugir menn við Miðfjarðará segja að áin eigi það vel inni að fara yfir 4.000 laxa á þessum tímabili og líklega verði staðan sú að sumarið gæti skákað árunum 2009 og 2010 en þá veiddust 4.004 laxar (2009) og 4.043 laxar (2010). Það hlýtur því að vera góður andi við bakka Miðfjarðarár þessa dagana þegar það stefnir í að sumarið gæti með góðu orðið það annað besta frá upphafi í ánni. Heildarveiðin í Miðfjarðará í fyrra var 6.028 laxar sem er besta veiði í sjálfbærri laxveiðiá á Íslandi þar sem veitt er á stöng.
Mest lesið Laxinn bíður betra vatns Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Fínasta veiði á Kárastöðum Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði