Nessvæðið í Laxá líklega besta stórlaxasvæði landsins Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2016 10:00 Árni og Lilla með 103 sm laxinn Mynd: Laxá Nessvæðið Veiðisvæðið í Laxá í Aðaldal sem kennt er við Nes er vafalaust eitt besta stórlaxasvæði landsins. Þeir sem einu sinni veiða Laxá í Nesi eins og svæðið er kallað slíta sig varla frá því þegar þeir hafa landað stórlaxi úr þessu skemmtilega svæði. Það sem af er sumri eru líklega um 180 laxar komnir á land og þar af 24 hið minnsta sem eru yfir 20 pund og það bætist sífellt í kladdann. Það er auðvelt að sjá af hverju veiðimenn taka ástfóstur við þetta magnaða svæði og sumir hafa veitt þarna í áratugi án þess að sleppa úr sumri. Nes fær heimsókn árlega frá Lillu sem er mögnuð veiðikona en hún er 91 árs á þessu ári. Hún hefur margan laxinn fangað og henni gengur afskaplega vel í ferð sinni sem nú stendur yfir í Laxá. Hún hefur þegar landað tveimur löxum yfir 20 pund og sýnir það og sannar að aldur þarf ekki að draga neinn frá bakkanum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þessir laxar tröll í höndum Árna leiðsögumanns en stærri fiskurinn var 103 sm og vó 10.5 kíló og sá minni, ef minni má kalla, var 100 sm og slétt 10 kíló. Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Viltu veiða 3 metra Styrju? Veiði Veiði, von og væntingar Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Voru báðir að þreyta sama urriðann Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði
Veiðisvæðið í Laxá í Aðaldal sem kennt er við Nes er vafalaust eitt besta stórlaxasvæði landsins. Þeir sem einu sinni veiða Laxá í Nesi eins og svæðið er kallað slíta sig varla frá því þegar þeir hafa landað stórlaxi úr þessu skemmtilega svæði. Það sem af er sumri eru líklega um 180 laxar komnir á land og þar af 24 hið minnsta sem eru yfir 20 pund og það bætist sífellt í kladdann. Það er auðvelt að sjá af hverju veiðimenn taka ástfóstur við þetta magnaða svæði og sumir hafa veitt þarna í áratugi án þess að sleppa úr sumri. Nes fær heimsókn árlega frá Lillu sem er mögnuð veiðikona en hún er 91 árs á þessu ári. Hún hefur margan laxinn fangað og henni gengur afskaplega vel í ferð sinni sem nú stendur yfir í Laxá. Hún hefur þegar landað tveimur löxum yfir 20 pund og sýnir það og sannar að aldur þarf ekki að draga neinn frá bakkanum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þessir laxar tröll í höndum Árna leiðsögumanns en stærri fiskurinn var 103 sm og vó 10.5 kíló og sá minni, ef minni má kalla, var 100 sm og slétt 10 kíló.
Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Viltu veiða 3 metra Styrju? Veiði Veiði, von og væntingar Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Voru báðir að þreyta sama urriðann Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði